Þarf að halda áfram að greiða niður skuldir

Fjarðabyggð fjárfesti mikið í innviðum fyrir áratug, þar á meðal …
Fjarðabyggð fjárfesti mikið í innviðum fyrir áratug, þar á meðal íþróttamannvirkjum. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

„Þetta er ákveðinn áfangi og gott að vera ekki undir einhverju smásjáreftirliti. Það þýðir samt ekki að við séum hætt að greiða niður skuldir, við þurfum að halda því áfram,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

Í ársuppgjöri sveitarfélagsins, sem lagt hefur verið fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn, kemur fram að skuldaviðmið A- og B-hluta sveitarfélagsins, það er að segja skuldir sem hlutfall af tekjum, var 141% í lok síðasta árs. Er það því komið undir lögbundið hámark sveitarstjórnarlaga sem er 150%, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fjarðabyggð fjárfesti mikið í innviðum, til dæmis skólum, hafnarmannvirkjum og íþróttamannvirkjun fyrir áratug til að taka á móti álveri. Var sveitarfélagið skuldugt en tekjur jukust jafnframt verulega. Þegar lög um skuldaviðmið voru sett, á árinu 2012, var hlutfallið enn 220%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert