Handtekinn vegna hótana

löggumyndir lögreglan
löggumyndir lögreglan mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Maður í mjög annarlegu ástandi var handtekinn í Kópavogi í gærkvöldi en hann er grunaður um eignaspjöll, hótanir og fleira. Hann verður vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Ölvað fólk var nokkuð til vandræða í gærkvöldi og nótt. Lögreglumenn stöðvuðu bifreið við Neshaga á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, hafa ekið ítrekað án ökuréttinda og um vörslu fíkniefna.

Rétt fyrir klukkan níu var svo bifreið stöðvuð við Miklubraut og var ökumaður hennar einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Á öðrum tímanum í nótt handtók lögregla ölvaðan erlendan ferðamann við Réttarholtsveg. Lögregla segir hann hafa verið til vandræða og vildi hann ekki gefa henni persónuupplýsingar. Maðurinn hefur verið vistaður í fangageymslu þar til ástand hans lagast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert