Krefur Valitor um fimm milljarða bætur

Íslenskt dótturfyrirtæki WikiLeaks hefur krafið Valitor um fimm milljarða króna …
Íslenskt dótturfyrirtæki WikiLeaks hefur krafið Valitor um fimm milljarða króna í bætur og vexti.

Íslenskt dótturfyrirtæki WikiLeaks hefur krafið Valitor um fimm milljarða króna í bætur og vexti vegna tjóns sem varð þegar Valitor lokaði fyrir greiðslugátt fyrirtækisins að því er greint er frá í fréttum RÚV. Bótafjárhæðin byggir á mati dómkvaddra matsmanna.

Ári 2010 lokaði greiðslukortafyrirtækið Visa greiðslugátt WikiLeaks með þeim afleiðingum að framlög til samtakanna bárust ekki með þeirri leið og gerði Valitor fyrirtæki Visa á Íslandi slíkt hið sama ári síðar.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að aðgerðin hafi verið óheimilt og stefndu þá Sunshine Press Productions dótturfyrirtæki WikiLeaks og Data Cell sem ætlaði að annast greiðslugáttina, Valitor til greiðslu bóta. Samkomulag náðist um að tveir dómskvaddir matsmenn yrðu skipaðir til að leggja mat á tjónið og hafa þeir nú skilað niðurstöðu.

„Niðurstaða þessara tveggja dómskvöddu matsmanna er að tjón minna umbjóðenda vegna lokunar á greiðslugátt til WikiLeaks sé 3,2 milljarðar króna og þá með einhverjum 250 milljóna króna vikmörkum,“ hefur RÚV eftir Sveini Andra Sveinssyni lögmanni Sunshine Press Productions og Data Cell, sem segir kröfuna með dráttarvöxtum í dag standa í tæpum fimm milljörðum króna. 

Segja matsmennirnir, Russel Lamb og Jón Scheving Thorsteinsson, í niðurstöðu sinni að mat þeirra á tjóninu sé varfærið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert