Páll tekur við Sprengisandi

Páll Magnússon.
Páll Magnússon. Ljósmynd/Vísir/GVA

Páll Magnússon hefur tekið við sem umsjónarmaður útvarpsþáttarins Sprengisands á Bylgjunni.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að byrja með þennan þátt – útvarp hentar að mörgu leyti betur fyrir samfélagsumræðu af þessu tagi en sjónvarp. Bylgjan á sér langa og merkilega sögu í þessum efnum og það er gaman að fá að takast á við þetta á þessum vettvangi,“ segir Páll í fréttatilkynningu.

Páll hefur víða komið við í fjölmiðlaheiminum og starfaði áður sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins og sem fréttastjóri Stöðvar 2.

„Það verður mjög spennandi að vinna með Páli og mikil lyftistöng fyrir Bylgjuna að fá hann til liðs við okkur.  Glerharður reynslubolti frá Vestmannaeyjum,“ segir Ágúst Héðinsson, yfirmaður útvarps og sports hjá 365.

Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar í beinni útsendingu alla sunnudaga milli klukkan 10 og 12.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert