Hvessir á landinu í dag

Búist er við því að það hvessi á landinu sídðegis.
Búist er við því að það hvessi á landinu sídðegis. mynd/Þorkell Þorkelsson

Veðurstofan gerir ráð fyrir skýjuðu veðri og lítilsháttar rigningu eða slyddu á Norður- og Norðvesturlandi í dag. Léttskýjað verður suðvestan til en hvessa á með deginum. Víða verða 10-18 m/s síðdegis og þykknar upp með rigningu eða slyddu um austanvert landið. Hvassast verður við suðausturströndina.

Á morgun er búist við norðlægri átt, 8-15 m/s og víða slydduéljum eða skúrum. Úrkomulítið verður suðvestantil. Hiti eitt til ellefu stig að deginum, hlýjast syðst, en víða næturfrost.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert