Kannabisneysla sögð mikil

Kannabisplöntur í ræktun.
Kannabisplöntur í ræktun. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Kannabisneysla Íslendinga er meðal þess mesta sem þekkist í heiminum samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, þar sem segir að yfir 8% landsmanna neyti efnisins.

Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri sjúkrahússins Vogs, segir að taka eigi slíkum alþjóðasamanburði með fyrirvara. „Þetta segir okkur þó það að við erum vel á pari við aðrar þjóðir í kannabisneyslu,“ segir Þórarinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Einu opinberu gögnin sem við erum með eru tölur um þá sem leita sér aðstoðar,“ segir Arnar Jan Jónsson, læknir og einn forsvarsmanna Fræðslufélags fagfólks um kannabisneyslu, hóps fagfólks, sem nú hefur opnað kannabis.is sem er upplýsingasíða um áhrif kannabisefna. Nýjustu tölur frá SÁÁ, sem eru frá árinu 2014, sýna að þeim sem þangað fara í meðferð við kannabisfíkn hefur fjölgað umtalsvert undanfarin 20-30 ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert