Lækkar byggingarkostnað um 1-2 milljónir

Byggingarkostnaður á einföldum minni íbúðum gæti lækkað um 1-2 milljónir ...
Byggingarkostnaður á einföldum minni íbúðum gæti lækkað um 1-2 milljónir að sögn Gísla hjá Búseta. Valdís Þórðardóttir

Breyting á byggingarreglugerð sem undirrituð var í gær er stórt skref í rétta átt varðandi að draga úr byggingarkostnaði og hægja á hækkun fasteignaverðs. Þetta segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði.

Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri húsnæðissamvinnufélagsins Búseta, tekur í sama streng, segir aukinn sveigjanleika í reglugerðinni og möguleiki á að byggja minni íbúðir koma til með að draga úr kostnaði.

Frétt mbl.is: Lágmarksstærð íbúða 20 fermetrar

Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir meiri sveigjanleika geta leitt til minni kostnaðar en þar sem fæstir byggi eftir lágmarksviðmiðum reglugerðarinnar skipti mestu máli að sveitarfélög endurskoði lóðaverð og setji jafnvel skilyrði um minni íbúðir í skipulag þar sem verktakar sjá sér enn lítinn hag í að byggja smærri einingar.

Segir Björn að með þessari breytingu og breytingu síðustu tveggja ára sé nú auðveldlega hægt að byggja 20 fermetra íbúðir en í marga áratugi var ekki í boði að byggja minna en 36 fermetra íbúðir. Segir hann þetta meðal annars geta gagnast nemendum vel sem hafi ekki þörf fyrir mikið pláss og geti nýtt sér sameiginlega þvottaaðstöðu og fleira.

Björn Brynjúlfur hagfræðingur Viðskiptaráð Íslands
Björn Brynjúlfur hagfræðingur Viðskiptaráð Íslands

Töluverð verðlækkun í kjölfar breytinga

Björn Brynjúlfur segir að Viðskiptaráði lítist mjög vel á breytingarnar. Ráðið fór í ítarlega úttekt á byggingarferlinu með Samtökum iðnaðarins á síðasta ári og með þessum breytingum segir Björn Brynjúlfur að meðal annars sé verið að koma til móts við margt af þeim göllum sem þeir hafi bent á.

Þá sé stefnt að einföldun stjórnsýslu sem hafi verið umtalsverð hindrun fyrir verktaka og þá sem vilja gera breytingar.

Frétt mbl.is: Breyting í átt að lægra verði

Í úttekt Viðskiptaráðs og SI var horft til þeirra breytinga sem urðu þegar ný byggingarreglugerð tók gildi árið 2012. Segir hann að sú breyting hafi aukið kostnað smærri íbúða um 10-20%. „Þótt þessi hækkun gangi ekki nema að hluta til baka þá er verðlækkunin töluverð,“ segir Björn Brynjúlfur.

1-2 milljóna minni kostnaður við einfaldar íbúðir

Gísli segir að breytingin núna slaki á ýmsum kröfum sem hafi áður verið til staðar. Nefnir hann t.d. kröfur um geymslustærðir og lágmarksstærð svala og eigna í heild sinni.

„Hver rúmmetri af steypu og landi kostar, sama í hvaða íbúðaformi þú ert í. Neytandinn borgar á endanum,“ segir Gísli. Hann tekur þó fram að dýrasti hluti íbúða sé alla jafna votrými, þ.e. eldhús og baðherbergi. Segir hann þessar breytingar ekki hafa mikil áhrif þar.

Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta.
Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta.

Eins og Björn og Björn Brynjúlfur bendir Gísli á að sveigjanleikinn til að gera minni íbúðir geti skilað sér fljótt í lægra verði fyrir fyrstu íbúð. Bæði sé það vegna þess að byggingarkostnaður lækki eitthvað og að með möguleika á minni íbúð verði hægt að spara fermetrafjölda og það lækki jú verð að byggja minna.

„Þetta gæti leitt til umtalsverðrar lækkunar,“ segir hann og bætir við að fyrir einfalda íbúð geti þetta þýtt 1-2 milljóna lækkun. Fyrir stærri íbúðir sé lækkunin hlutfallslega minni.

Hefði getað sparað Búseta hálfan milljarð

Búseti er nú með í byggingu á þriðja hundrað íbúðir á svokölluðum Einholtreit í Reykjavík. Gísli segir að fyrri reglugerð hafi haft  talsverðan aukakostnað í för með sér fyrir félagið.

Segir hann að miðað við breytingarnar núna hafi félagið getað sparað sér um hálfan milljarð vegna þessa eina reits. Hann tekur þó fram að eitthvað af þessari kostnaðarhækkun muni ganga til baka núna eftir breytingu, en þó sé um talsvert mikinn aukakostnað að ræða fyrir félagið.

Frá framkvæmdum við Einholtsreitinn. Búseti hefði getað sparað sér hundruð ...
Frá framkvæmdum við Einholtsreitinn. Búseti hefði getað sparað sér hundruð milljóna ef ný byggingarreglugerð hefði verið samþykkt þegar framkvæmdir hófust að sögn framkvæmdastjóra. Eggert Jóhannesson

Boltinn nú hjá skipulagsyfirvöldum bæjarfélaga

Gísli segir breytinguna núna líklega halda eitthvað aftur af verðhækkunum, en að grunnvandinn sé umframeftirspurn á markaði eftir húsnæði. Segir hann að skipulagsyfirvöld í bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þurfi í auknum mæli að forskrifa litlar íbúðir í skipulag.

Segir hann að þær lóðir sem sé úthlutað séu oft stórar og í lóðaverði sé borgað fyrir hámarks fermetrafjölda sem er leyfður á lóðinni. Enginn afsláttur sé gefinn ef sá fjöldi sé ekki nýttur að fullu. „Ef þú byggir hús og fullnýtir ekki fermetrana ertu farinn að tapa og ósamkeppnisfær þar sem þú ert dýrari,“ segir Gísli. Segir hann rétt að horfa frekar til nýttra fermetra.

Björn hjá Mannvirkjastofnun segir að þótt gerðar hafi verið miklar breytingar á byggingarreglugerð undanfarin ár hafi sjálfur byggingarkostnaðurinn þegar lóðaverð er dregið frá lítið hafa breyst.

Vísar hann þar í greiningu hagfræðingsins Magnúsar Árna Skúlasonar frá því fyrir þremur árum þar sem niðurstaða hans hafi verið að þrátt fyrir mikið flökt á markaðsverði hafi byggingarkostnaður verið nokkuð stöðugur (sjá hér á 14:20). 

Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.
Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.

Björn telur þó aukinn sveigjanleika af hinu góða og sem dæmi hafi lengi verið krafa um minnst 7 fermetra eldhús. Fyrir ári síðan var sett inn markmiðskrafa um að í eldhúsi skuli vera hægt að elda og vista mat. Segir hann að nú sé því hægt að byggja mun minni íbúðir en verið hefur.

Vandamálið er þó umframeftirspurnin á markaðinum og meðan hún sé og ekki sé gerður neinn hvati til að byggja minni íbúðir af hálfu skipulagsyfirvalda muni verktakar byggja stærri íbúðir og auðvitað selja þær á markaðsverði, en ekki kostnaðarverði. Það sé þó hægt að byggja mun minni íbúðir en áður og slíkt ætti að gefa til lengri tíma svigrúm fyrir lægra verð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rán framið á Subway-stað

Í gær, 23:59 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem rændi skyndibitastaðinn Subway í JL-húsinu í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Manninum tókst að hafa einhverja fjármuni á brott með sér samkvæmt frétt Vísir.is en ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu mikið. Meira »

Sakar lögreglu um ómannúðlega meðferð

Í gær, 23:34 „Ég er reið og döpur að horfa upp á svona meðferð á fólki, brot á mannréttindum og meðalhófsreglu. Er það svona sem við viljum koma fram við fólk sem annað hvort er á leið hingað eða kemur hér við á leið sinni að betra lífi eða skjóli?“ Meira »

Mun dansa á meðan fæturnir leyfa

Í gær, 22:26 Nanna Ósk Jónsdóttir er menntaður viðskiptafræðingur og viðurkenndur stjórnarmaður sem hefur brennandi ástríðu fyrir dansi. Hún stofnaði dansskólann DanceCenter Reykjavík sem notið hefur mikilla vinsælda og segir Nanna að mikið forvarnargildi felist í dansi. Meira »

Forsetinn hleypur fyrir PIETA

Í gær, 22:08 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings PIETA Ísland, félags sem hyggst bjóða upp á úrræði fyrir einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum og þá sem stunda sjálfsskaða. Meira »

Spilaði í eigin brúðkaupi

Í gær, 21:59 Brúðgumi ákvað að koma brúður á óvart þegar þau gengu í það heilaga fyrr í mánuðinum en hann frumflutti frumsamið lag, til konu sinnar, í athöfninni. Meira »

„Ég ætla að vera rödd fólksins“

Í gær, 21:45 Kjartan Theodórsson er ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að búa í tjaldi eftir að hafa misst húsnæði en hann er örugglega sá fyrsti til að skrásetja líf sitt á götunni á Snapchat og vekja með því athygli á því sem ábótavant sé í húsnæðismálum. Meira »

„Ég hleyp fyrir frið“

Í gær, 21:13 „Það skiptir ekki máli hvar þú fæðist. Þó ég hafi fæðst annars staðar í heiminum þá bý ég hér núna og Ísland er heimili mitt,“ segir hinn íranski Majid Zarei sem hefur búið hér á landi í rúmt ár. Majid mun á morgun hlaupa þrjá kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Amnesty International. Meira »

Fiskidagurinn „litli“ á Mörk

Í gær, 21:29 „Þetta er gert með stuðningi Fiskidagsins mikla á Dalvík, sem haldinn var í blíðviðri um síðustu helgi þar. Við fengum sent efni í fiskisúpu og borgara ásamt blöðrum og fánum til að halda partí,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar í Reykjavík. Meira »

„Aldrei verið í betra formi“

Í gær, 20:45 Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason leikur tennisstjörnuna Björn Borg í nýju kvikmyndinni Borg/McEnroe sem segir frá einvígi þeirra kappa árið 1980, en bandaríski leikarinn Shia Labeouf leikur hinn skapstóra McEnroe. Myndin verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Toronto í byrjun september. Meira »

113 nemendur útskrifast á árinu

Í gær, 20:44 Ellefu nemendur útskrifuðust af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis í dag. Alls hafa 113 nemendur útskrifast á árinu og samtals 1.534 nemendur á þeim tíu árum sem boðið hefur verið upp á námið. Meira »

Fengu þrastarunga í fóstur

Í gær, 20:36 Fjölskylda í Grafarholti eignaðist heldur óvenjulegt gæludýr þegar hún fann hjálparvana þrastarunga úti í skógi sem hún tók að sér. Meira »

„Við töpum viku á þessu“

Í gær, 20:27 „Þetta er náttúrulega töluverður viðbótarkostnaður, en við förum nú í það að sjá hvaða svigrúm við höfum og hvort við getum fengið frekari stuðning,“ Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn forsvarsmanna verkefnisins í Surtsey, en borhola verkefnisins féll saman í fyrradag. Meira »

Veggurinn bæti öryggi gangandi og hjólandi

Í gær, 20:13 Veggir sitthvoru megin Miklubrautar við Klambratún eru settir upp til að bæta hljóðvist og umhverfigæði íbúa við Miklubraut og þeirra sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar. Meira »

Götulokanir á Menningarnótt

Í gær, 19:50 Lokað verður fyrir bílaumferð í miðbænum á Menningarnótt frá klukkan sjö að morgni til klukkan tvö eftir miðnætti þar sem miðborgin verður ein allsherjar göngugata. Þá verður ókeypist í strætó og boðið verður upp á ókeypis strætóskutlur. Meira »

Vann tæpa 5,9 milljarða

Í gær, 19:17 Heppinn lottóspilari er tæplega 5,9 milljörðum króna ríkari eftir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinninginn óskiptan. Vinningsmiðinn var keyptur í Noregi. Meira »

Tekinn á 162 km/klst hraða

Í gær, 19:56 Fjöldi ökumanna var tekinn fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra síðastliðna viku. Þannig voru 152 ökumenn kærðir fyrir þær sakir en sá sem var mest að flýta sér var mældur á 162 km/klst á leiðinni á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Meira »

„Við erum í bullandi góðæri“

Í gær, 19:29 Margt þykir líkt með árunum 2007 og 2017 en það er líka margt sem skilur árin tvö að. Þannig helst neysla Íslendinga betur í hendur við tekjur þeirra, verðbólga er lág, viðskiptajöfnuðurinn jákvæður einkum vegna ferðaþjónustunnar og sé húsnæði tekið út fyrir sviga er almenn verðhjöðnun á Íslandi. Meira »

Auglýsir eftir starfsfólki á Facebook

Í gær, 19:03 Leikskólastjóri á leikskólanum Baug í Kórahverfinu í Kópavoginum hefur brugðið á það ráð að auglýsa eftir starfsfólki í Facebook-hópum vegna manneklu, en illa hefur gengið að fá starfsfólk í vinnu þar, líkt og víða annars staðar. Meira »
Húsbíll til sölu
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Harðviður til Húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...