Lækkar byggingarkostnað um 1-2 milljónir

Byggingarkostnaður á einföldum minni íbúðum gæti lækkað um 1-2 milljónir ...
Byggingarkostnaður á einföldum minni íbúðum gæti lækkað um 1-2 milljónir að sögn Gísla hjá Búseta. Valdís Þórðardóttir

Breyting á byggingarreglugerð sem undirrituð var í gær er stórt skref í rétta átt varðandi að draga úr byggingarkostnaði og hægja á hækkun fasteignaverðs. Þetta segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði.

Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri húsnæðissamvinnufélagsins Búseta, tekur í sama streng, segir aukinn sveigjanleika í reglugerðinni og möguleiki á að byggja minni íbúðir koma til með að draga úr kostnaði.

Frétt mbl.is: Lágmarksstærð íbúða 20 fermetrar

Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir meiri sveigjanleika geta leitt til minni kostnaðar en þar sem fæstir byggi eftir lágmarksviðmiðum reglugerðarinnar skipti mestu máli að sveitarfélög endurskoði lóðaverð og setji jafnvel skilyrði um minni íbúðir í skipulag þar sem verktakar sjá sér enn lítinn hag í að byggja smærri einingar.

Segir Björn að með þessari breytingu og breytingu síðustu tveggja ára sé nú auðveldlega hægt að byggja 20 fermetra íbúðir en í marga áratugi var ekki í boði að byggja minna en 36 fermetra íbúðir. Segir hann þetta meðal annars geta gagnast nemendum vel sem hafi ekki þörf fyrir mikið pláss og geti nýtt sér sameiginlega þvottaaðstöðu og fleira.

Björn Brynjúlfur hagfræðingur Viðskiptaráð Íslands
Björn Brynjúlfur hagfræðingur Viðskiptaráð Íslands

Töluverð verðlækkun í kjölfar breytinga

Björn Brynjúlfur segir að Viðskiptaráði lítist mjög vel á breytingarnar. Ráðið fór í ítarlega úttekt á byggingarferlinu með Samtökum iðnaðarins á síðasta ári og með þessum breytingum segir Björn Brynjúlfur að meðal annars sé verið að koma til móts við margt af þeim göllum sem þeir hafi bent á.

Þá sé stefnt að einföldun stjórnsýslu sem hafi verið umtalsverð hindrun fyrir verktaka og þá sem vilja gera breytingar.

Frétt mbl.is: Breyting í átt að lægra verði

Í úttekt Viðskiptaráðs og SI var horft til þeirra breytinga sem urðu þegar ný byggingarreglugerð tók gildi árið 2012. Segir hann að sú breyting hafi aukið kostnað smærri íbúða um 10-20%. „Þótt þessi hækkun gangi ekki nema að hluta til baka þá er verðlækkunin töluverð,“ segir Björn Brynjúlfur.

1-2 milljóna minni kostnaður við einfaldar íbúðir

Gísli segir að breytingin núna slaki á ýmsum kröfum sem hafi áður verið til staðar. Nefnir hann t.d. kröfur um geymslustærðir og lágmarksstærð svala og eigna í heild sinni.

„Hver rúmmetri af steypu og landi kostar, sama í hvaða íbúðaformi þú ert í. Neytandinn borgar á endanum,“ segir Gísli. Hann tekur þó fram að dýrasti hluti íbúða sé alla jafna votrými, þ.e. eldhús og baðherbergi. Segir hann þessar breytingar ekki hafa mikil áhrif þar.

Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta.
Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta.

Eins og Björn og Björn Brynjúlfur bendir Gísli á að sveigjanleikinn til að gera minni íbúðir geti skilað sér fljótt í lægra verði fyrir fyrstu íbúð. Bæði sé það vegna þess að byggingarkostnaður lækki eitthvað og að með möguleika á minni íbúð verði hægt að spara fermetrafjölda og það lækki jú verð að byggja minna.

„Þetta gæti leitt til umtalsverðrar lækkunar,“ segir hann og bætir við að fyrir einfalda íbúð geti þetta þýtt 1-2 milljóna lækkun. Fyrir stærri íbúðir sé lækkunin hlutfallslega minni.

Hefði getað sparað Búseta hálfan milljarð

Búseti er nú með í byggingu á þriðja hundrað íbúðir á svokölluðum Einholtreit í Reykjavík. Gísli segir að fyrri reglugerð hafi haft  talsverðan aukakostnað í för með sér fyrir félagið.

Segir hann að miðað við breytingarnar núna hafi félagið getað sparað sér um hálfan milljarð vegna þessa eina reits. Hann tekur þó fram að eitthvað af þessari kostnaðarhækkun muni ganga til baka núna eftir breytingu, en þó sé um talsvert mikinn aukakostnað að ræða fyrir félagið.

Frá framkvæmdum við Einholtsreitinn. Búseti hefði getað sparað sér hundruð ...
Frá framkvæmdum við Einholtsreitinn. Búseti hefði getað sparað sér hundruð milljóna ef ný byggingarreglugerð hefði verið samþykkt þegar framkvæmdir hófust að sögn framkvæmdastjóra. Eggert Jóhannesson

Boltinn nú hjá skipulagsyfirvöldum bæjarfélaga

Gísli segir breytinguna núna líklega halda eitthvað aftur af verðhækkunum, en að grunnvandinn sé umframeftirspurn á markaði eftir húsnæði. Segir hann að skipulagsyfirvöld í bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þurfi í auknum mæli að forskrifa litlar íbúðir í skipulag.

Segir hann að þær lóðir sem sé úthlutað séu oft stórar og í lóðaverði sé borgað fyrir hámarks fermetrafjölda sem er leyfður á lóðinni. Enginn afsláttur sé gefinn ef sá fjöldi sé ekki nýttur að fullu. „Ef þú byggir hús og fullnýtir ekki fermetrana ertu farinn að tapa og ósamkeppnisfær þar sem þú ert dýrari,“ segir Gísli. Segir hann rétt að horfa frekar til nýttra fermetra.

Björn hjá Mannvirkjastofnun segir að þótt gerðar hafi verið miklar breytingar á byggingarreglugerð undanfarin ár hafi sjálfur byggingarkostnaðurinn þegar lóðaverð er dregið frá lítið hafa breyst.

Vísar hann þar í greiningu hagfræðingsins Magnúsar Árna Skúlasonar frá því fyrir þremur árum þar sem niðurstaða hans hafi verið að þrátt fyrir mikið flökt á markaðsverði hafi byggingarkostnaður verið nokkuð stöðugur (sjá hér á 14:20). 

Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.
Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.

Björn telur þó aukinn sveigjanleika af hinu góða og sem dæmi hafi lengi verið krafa um minnst 7 fermetra eldhús. Fyrir ári síðan var sett inn markmiðskrafa um að í eldhúsi skuli vera hægt að elda og vista mat. Segir hann að nú sé því hægt að byggja mun minni íbúðir en verið hefur.

Vandamálið er þó umframeftirspurnin á markaðinum og meðan hún sé og ekki sé gerður neinn hvati til að byggja minni íbúðir af hálfu skipulagsyfirvalda muni verktakar byggja stærri íbúðir og auðvitað selja þær á markaðsverði, en ekki kostnaðarverði. Það sé þó hægt að byggja mun minni íbúðir en áður og slíkt ætti að gefa til lengri tíma svigrúm fyrir lægra verð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Í gær, 19:04 Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í. Meira »

Ætlaði að hjálpa en var stunginn

Í gær, 18:56 Klevis Sula, sem lést af áverkum sem hann hlaut í hnífstunguárás á Austurvelli, hafði ætlað að rétta árásarmanninum hjálparhönd. Sá hafi hins vegar ráðist á Kelvis að tilefnislausu. Meira »

Leiðir til að lyfta fólki upp úr fátækt

Í gær, 18:04 „Það er afar brýnt að bæta kjör og auka lífsgæði okkar fólks. Skerðingar, krónu á móti krónu, verður að afnema strax og það er margt fleira sem við leggjum áherslu á að verði að veruleika í fjárlagavinnu Alþingis,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Meira »

„Höfum öll okkar hlutverki að gegna“

Í gær, 18:11 „Við vorum fulltrúar þeirra þúsunda sem hafa tjáð sig og það er heiður að hafa fengið að standa á sviðinu með þessum konum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

Hlegið og grátið í Borgarleikhúsinu

Í gær, 17:33 Halldóra Geirharðsdóttir endaði upplestur sinn á frásögn konu sem var áreitt af samstarfsmanni nú um helgina á viðburði fyrirtækisins. Frásagnir kvenna af áreitni, misrétti og ofbeldi voru lesnar upp í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Slógust fyrir utan búð

Í gær, 17:26 Rétt fyrir klukkan 13 í dag var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slagsmál á milli tveggja karlmanna fyrir utan matvöruverslun í Kópavogi. Meira »

Ungmenni á ótraustum ís

Í gær, 17:22 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan 14 í dag tilkynning um að nokkur ungmenni væru komin út á íshellu sem lá yfir hluta Lækjarins í Hafnarfirði. Meira »

Hundi bjargað úr reykfylltri íbúð

Í gær, 16:44 Rúmlega fjögur í dag var slökkviliðið á Ísafirði kallað út vegna reyks sem lagði frá húsi á Hlíðarvegi. Í ljós kom að pottur hafði gleymst á eldavél. Meira »

Fjölmenni í Borgarleikhúsinu

Í gær, 16:03 Fjöldi fólks er mættur í Borgarleikhúsið til þess að hlýða á konur úr mismunandi starfsstéttum samfélagsins lesa upp frá konum frásagnir sem litið hafa dagsins ljós í #metoo-byltingunni hér á landi að undanförnu. Meira »

Eldur kom upp í bifreið

Í gær, 14:41 Eldur kom upp í kyrrstæðri bifreið við Kolaportið í Reykjavík um klukkan ellefu í morgun samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Ósannað hverjir voru að verki

Í gær, 13:42 Rannsókn á skemmdarverkum á heimili Rannveigar Rist fyrir um áratug var hætt þar sem ekki tókst að sýna fram á með óyggjandi hætti að þeir sem grunaðir voru um verknaðinn og yfirheyrðir vegna hans hafi verið að verki. Meira »

Býst við magnaðri heilun

Í gær, 15:29 „Það er eitthvað magnað við að heyra sögur upphátt, vera á staðnum og eiga samveru um þetta. Við trúum á einhverja mögnun eða einhvers konar heilun við það,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona og ein af skipuleggjendum #metoo viðburðarins í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Varað við því að flætt gæti yfir veginn

Í gær, 14:25 Krapastífla er við brúna á Jökulsá á Fjöllum á þjóðvegi 1 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegfarendur eru beðnir að aka varlega þar sem flætt gæti yfir veginn. Meira »

Eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot

Í gær, 13:25 „Mér líður stundum eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot, þegar ég hoppa úr einu verkefni yfir í annað. Ætli ég sé ekki með átta eða níu ólík verkefni í gangi núna." Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nem...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...