Lækkar byggingarkostnað um 1-2 milljónir

Byggingarkostnaður á einföldum minni íbúðum gæti lækkað um 1-2 milljónir ...
Byggingarkostnaður á einföldum minni íbúðum gæti lækkað um 1-2 milljónir að sögn Gísla hjá Búseta. Valdís Þórðardóttir

Breyting á byggingarreglugerð sem undirrituð var í gær er stórt skref í rétta átt varðandi að draga úr byggingarkostnaði og hægja á hækkun fasteignaverðs. Þetta segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði.

Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri húsnæðissamvinnufélagsins Búseta, tekur í sama streng, segir aukinn sveigjanleika í reglugerðinni og möguleiki á að byggja minni íbúðir koma til með að draga úr kostnaði.

Frétt mbl.is: Lágmarksstærð íbúða 20 fermetrar

Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir meiri sveigjanleika geta leitt til minni kostnaðar en þar sem fæstir byggi eftir lágmarksviðmiðum reglugerðarinnar skipti mestu máli að sveitarfélög endurskoði lóðaverð og setji jafnvel skilyrði um minni íbúðir í skipulag þar sem verktakar sjá sér enn lítinn hag í að byggja smærri einingar.

Segir Björn að með þessari breytingu og breytingu síðustu tveggja ára sé nú auðveldlega hægt að byggja 20 fermetra íbúðir en í marga áratugi var ekki í boði að byggja minna en 36 fermetra íbúðir. Segir hann þetta meðal annars geta gagnast nemendum vel sem hafi ekki þörf fyrir mikið pláss og geti nýtt sér sameiginlega þvottaaðstöðu og fleira.

Björn Brynjúlfur hagfræðingur Viðskiptaráð Íslands
Björn Brynjúlfur hagfræðingur Viðskiptaráð Íslands

Töluverð verðlækkun í kjölfar breytinga

Björn Brynjúlfur segir að Viðskiptaráði lítist mjög vel á breytingarnar. Ráðið fór í ítarlega úttekt á byggingarferlinu með Samtökum iðnaðarins á síðasta ári og með þessum breytingum segir Björn Brynjúlfur að meðal annars sé verið að koma til móts við margt af þeim göllum sem þeir hafi bent á.

Þá sé stefnt að einföldun stjórnsýslu sem hafi verið umtalsverð hindrun fyrir verktaka og þá sem vilja gera breytingar.

Frétt mbl.is: Breyting í átt að lægra verði

Í úttekt Viðskiptaráðs og SI var horft til þeirra breytinga sem urðu þegar ný byggingarreglugerð tók gildi árið 2012. Segir hann að sú breyting hafi aukið kostnað smærri íbúða um 10-20%. „Þótt þessi hækkun gangi ekki nema að hluta til baka þá er verðlækkunin töluverð,“ segir Björn Brynjúlfur.

1-2 milljóna minni kostnaður við einfaldar íbúðir

Gísli segir að breytingin núna slaki á ýmsum kröfum sem hafi áður verið til staðar. Nefnir hann t.d. kröfur um geymslustærðir og lágmarksstærð svala og eigna í heild sinni.

„Hver rúmmetri af steypu og landi kostar, sama í hvaða íbúðaformi þú ert í. Neytandinn borgar á endanum,“ segir Gísli. Hann tekur þó fram að dýrasti hluti íbúða sé alla jafna votrými, þ.e. eldhús og baðherbergi. Segir hann þessar breytingar ekki hafa mikil áhrif þar.

Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta.
Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta.

Eins og Björn og Björn Brynjúlfur bendir Gísli á að sveigjanleikinn til að gera minni íbúðir geti skilað sér fljótt í lægra verði fyrir fyrstu íbúð. Bæði sé það vegna þess að byggingarkostnaður lækki eitthvað og að með möguleika á minni íbúð verði hægt að spara fermetrafjölda og það lækki jú verð að byggja minna.

„Þetta gæti leitt til umtalsverðrar lækkunar,“ segir hann og bætir við að fyrir einfalda íbúð geti þetta þýtt 1-2 milljóna lækkun. Fyrir stærri íbúðir sé lækkunin hlutfallslega minni.

Hefði getað sparað Búseta hálfan milljarð

Búseti er nú með í byggingu á þriðja hundrað íbúðir á svokölluðum Einholtreit í Reykjavík. Gísli segir að fyrri reglugerð hafi haft  talsverðan aukakostnað í för með sér fyrir félagið.

Segir hann að miðað við breytingarnar núna hafi félagið getað sparað sér um hálfan milljarð vegna þessa eina reits. Hann tekur þó fram að eitthvað af þessari kostnaðarhækkun muni ganga til baka núna eftir breytingu, en þó sé um talsvert mikinn aukakostnað að ræða fyrir félagið.

Frá framkvæmdum við Einholtsreitinn. Búseti hefði getað sparað sér hundruð ...
Frá framkvæmdum við Einholtsreitinn. Búseti hefði getað sparað sér hundruð milljóna ef ný byggingarreglugerð hefði verið samþykkt þegar framkvæmdir hófust að sögn framkvæmdastjóra. Eggert Jóhannesson

Boltinn nú hjá skipulagsyfirvöldum bæjarfélaga

Gísli segir breytinguna núna líklega halda eitthvað aftur af verðhækkunum, en að grunnvandinn sé umframeftirspurn á markaði eftir húsnæði. Segir hann að skipulagsyfirvöld í bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þurfi í auknum mæli að forskrifa litlar íbúðir í skipulag.

Segir hann að þær lóðir sem sé úthlutað séu oft stórar og í lóðaverði sé borgað fyrir hámarks fermetrafjölda sem er leyfður á lóðinni. Enginn afsláttur sé gefinn ef sá fjöldi sé ekki nýttur að fullu. „Ef þú byggir hús og fullnýtir ekki fermetrana ertu farinn að tapa og ósamkeppnisfær þar sem þú ert dýrari,“ segir Gísli. Segir hann rétt að horfa frekar til nýttra fermetra.

Björn hjá Mannvirkjastofnun segir að þótt gerðar hafi verið miklar breytingar á byggingarreglugerð undanfarin ár hafi sjálfur byggingarkostnaðurinn þegar lóðaverð er dregið frá lítið hafa breyst.

Vísar hann þar í greiningu hagfræðingsins Magnúsar Árna Skúlasonar frá því fyrir þremur árum þar sem niðurstaða hans hafi verið að þrátt fyrir mikið flökt á markaðsverði hafi byggingarkostnaður verið nokkuð stöðugur (sjá hér á 14:20). 

Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.
Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.

Björn telur þó aukinn sveigjanleika af hinu góða og sem dæmi hafi lengi verið krafa um minnst 7 fermetra eldhús. Fyrir ári síðan var sett inn markmiðskrafa um að í eldhúsi skuli vera hægt að elda og vista mat. Segir hann að nú sé því hægt að byggja mun minni íbúðir en verið hefur.

Vandamálið er þó umframeftirspurnin á markaðinum og meðan hún sé og ekki sé gerður neinn hvati til að byggja minni íbúðir af hálfu skipulagsyfirvalda muni verktakar byggja stærri íbúðir og auðvitað selja þær á markaðsverði, en ekki kostnaðarverði. Það sé þó hægt að byggja mun minni íbúðir en áður og slíkt ætti að gefa til lengri tíma svigrúm fyrir lægra verð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hvalfjarðargöng lokuð í nótt

00:08 „Það er árlegur viðburður í rekstri ganganna að loka þeim í nokkrar nætur að vori og hausti af þessu tilefni. Lokun nú er því hefðbundin ráðstöfun og beðist er velvirðingar á óþægindum sem hún kann að valda,“ segir í tilkynningu á heimasíðunni. Meira »

Vinafagnaður með gleðisöng

Í gær, 23:47 „Söngurinn er þessi fagra leið að hjarta manneskjunnar. Hann eflir samkennd og færir fólk nær hvað öðru í vináttu. Í tónlist geta allir sameinast,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri en í dag eru liðin 50 ár frá því að Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kom saman til sinnar fyrstu æfingar. Meira »

Lögreglustjóri mátti þola áreitni

Í gær, 22:43 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tekur þátt í samfélagsmiðlabyltingunni #MeToo. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún segir að hún hafi mátt þola „allt það helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna.“ Meira »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

Í gær, 21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Guðni í opinberri heimsókn í Norðurþingi

Í gær, 21:36 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú opinberri heimsókn í Norðurþingi ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Hann mun koma víða við í heimsókn sinni, en í dag opnaði hann formlega sýningu um sögu hvalveiða og hvalaskoðunar við Ísland á Hvalasafninu á Húsavík. Meira »

Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi

Í gær, 20:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skaut föstum skotum að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á fundi um menntamál sem haldinn var á vegum Kennarasambands Íslands í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands í dag. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

Í gær, 18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

Í gær, 19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Áfram stormur á morgun

Í gær, 18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

Í gær, 17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

Í gær, 17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Lögbann á störf Loga

Í gær, 16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

Í gær, 16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

Í gær, 15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

Í gær, 15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

Í gær, 15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

Í gær, 15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

Í gær, 15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
úngbarna baðborð með fjórum skúffum
er með nýlegt úngbarnabaðborð með fjórum skúffum.sími 869-2798 verð 5000 kr...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...