100 milljónir í styrki frá Jafnréttissjóð

Megintilgangur Jafnréttissjóðs er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir …
Megintilgangur Jafnréttissjóðs er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna Af vef Langanesbyggðar

Jafnréttissjóður Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum árið 2016. Megintilgangur sjóðsins er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn verkefni og rannsóknir einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka og nýtur sjóðurinn framlaga af fjárlögum næstu  fimm ár, 100 milljónir króna á ári, frá því í ársbyrjun 2016 til ársloka 2020.

Í samræmi við þingsályktun um Jafnréttissjóð Íslands og reglur um úthlutun úr sjóðnum leggur stjórnin áherslu á að veita fé til verkefna sem m.a. eru til þess fallin að vinna gegn launamun kynjanna og efla jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði, varpa ljósi á samfélagslegan, umhverfislegan og efnahagslegan ávinning af auknu jafnrétti, vinna gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar samfélagsþátttöku og stjórnmálastarfs og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess.

Umsóknarfrestur rennur út fimmtudaginn 26. maí 2016 og mun félags- og húsnæðismálaráðherra úthluta úr sjóðnum við formlega athöfn 19. júní næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert