Jákvætt viðfangsefni en ekki vandamál

Sturla Böðvarsson bæjarstjóri fagnar eftirspurninni eftir gistirými í Stykkishólmsbæ.
Sturla Böðvarsson bæjarstjóri fagnar eftirspurninni eftir gistirými í Stykkishólmsbæ. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég lít ekki á þetta sem vandamál,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, um mikla fjölgun gistirýmis í heimahúsum í bænum.

Bæjarfélagið ætlar ekki að fara sömu leið og Mýrdalshreppur sem bannað hefur frekari skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær.

Aftur á móti hefur bæjarstjórn Stykkishólms fyrir stuttu sett nýjar reglur sem taka eiga á bílastæðavanda sem fylgt hefur leigu húsnæðis til ferðamanna. Þá hafa einnig verið settar reglur sem gera skylt að kynna fyrir nágrönnum erindi um skammtímaleigu áður en þau eru afgreidd í bæjarstjórn, ef um er að ræða gistirými með fleiri en þremur herbergjum og fyrir fleiri en sex manns, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert