Komast yfir kennitölur til að leysa út lyf

Ávana- og fíknilyf eru eftirsótt og fíklar leita ýmissa leiða …
Ávana- og fíknilyf eru eftirsótt og fíklar leita ýmissa leiða til að koma höndum yfir þau. mbl.is/Golli

Tuttugu kennitölur, sem hafa verið misnotaðar undanfarið til að komast yfir ávana- og fíknilyf, eru nú inni á borði embættis landlæknis.

Aukist hefur að slík lyf séu leyst út án vitneskju þess sem lyfin eru ávísuð á. Eftir að lyfjagagnagrunnur embættis landlæknis komst í fulla notkun síðastliðið haust er orðið erfiðara fyrir þá sem misnota ávana- og fíknilyf að ganga á milli lækna til að fá lyfjunum ávísað.

Því fara þeir þá leið að komast yfir kennitölur og nöfn þeirra sem þurfa á þessum lyfjum að halda, oftast í gegnum fjölskyldutengsl eða í gegnum Facebook-hópa þar sem fólk með ákveðna sjúkdóma tjáir sig m.a. um hvaða lækni það er hjá, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert