Moussaieff-keðjan hefur malað gull

Fjölskylda Dorrit Moussaieff hefur rekið ábatasama skartgripasölu.
Fjölskylda Dorrit Moussaieff hefur rekið ábatasama skartgripasölu. mbl.is/Kristinn

Umsvif Moussaieff Jewellers Limited (MJL) hafa margfaldast síðustu 20 ár og eru eignirnar orðnar 233 milljónir punda, ríflega 41 milljarður króna miðað við núverandi gengi. Félagið er í eigu Alisu Moussaieff, móður Dorritar Moussaieff forsetafrúar.

Fram kemur í Sögu af forseta, ævisögu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, að þegar Dorrit var 12 ára fluttist Shlomo Moussaieff, faðir hennar, með fjölskylduna til London „og þar hefur síðan verið miðstöð demantaverslunar hans sem er ein af þeim þekktustu í heimi“.

„Meðalverð á hálsmeni í verslun Moussaieffs á Hilton-hótelinu við Park Lane í Lundúnum er yfir 100 milljónir króna. Sagt er að veltan í þeirri verslun sé sú allra mesta í heiminum á fermetra. Auk þess á fjölskyldan verslunina Kutchinsky á Knightsbridge í London,“ segir m.a. um þessi umsvif í ævisögunni.

MJL hét upphaflega Ariel Heller & Co. Limited og var stofnað í mars 1963. Í stjórn sátu Ariel Heller, Shlomo og Alisa Moussaieff, foreldrar Dorritar, og Seymour Cooper. Samkvæmt vefsíðu MJL er félagið með verslanir á Park Lane og við Bond Street í Lundúnum, auk verslana í Genf, Hong Kong og Courchevel.

Rafræn skráning frá 1995

Fyrsti ársreikningurinn sem er aðgengilegur á rafrænan hátt í bresku fyrirtækjaskránni er frá árinu 1995. Nokkrar lykiltölur úr rekstri félagsins allar götur síðan eru hér á töflu. Miðað er við hagnað af reglulegri starfsemi fyrir skatta.

Frá og með árinu 1995 eru Shlomo og Alisa stjórnendur og hluthafar, bæði með 5.000 hluti.

Tilkynnt er í janúar 2006 að Shlomo sé hættur sem ritari félagsins og að í staðinn komi Rohit Gupta. Um sama leyti er tilkynnt að heimilisfang Shlomo og Alisa sé í Ísrael. Alisa er skráð fyrir hlutafé. Þarna eru þau bæði orðin allroskin. Alisa er fædd í ágúst 1929 og Shlomo í september 1923. Hann lést í fyrra.

Eins og sjá má á töflunni er hlutur Bretlands í sölunni jafnan lítill.

MJL hefur jafnan skipt við Barclays Bank. Á tímabili skipti félagið þó líka við Republic National Bank of New York. Þá kemur fram að félagið átti eftirlaunasjóðinn The Kutchinsky Pension Trust. Síðar er getið um LHC Pension Scheme sem eftirlaunasjóð hjá félaginu.

Þá er greint frá því í ársreikningi 1997 að Moussaieff Jewellers Limited sé tengt félaginu Kevess S.A. í Sviss. Þar séu Alisa og Shlomo í stjórn og hluthafar. Kevess er síðan áfram í ársreikningum félagsins.

Lesa má úr ársreikningunum að stjórnarlaun Alisu og Shlomo eru jafnan nokkur hundruð þúsund punda. Fjárhagsárið 1996 fengu þau t.d. 404.666 pund í laun hvort. Allar tölur hér eru á verðlagi hvers árs.

Skráð á Bresku Jómfrúaeyjum

Í ársreikningi 2000 er getið um tengsl við félagið Lasca Finance Limited og aðgerðir til að styðja við annað félag, Camden Market Holdings Corporation. Lasca Finance er með heimilisfang á Bresku Jómfrúaeyjum en ekki er getið um heimilisfang hins félagsins. Fram kemur að Shlomo og Alisa séu hluthafar í Lasca Finance, jafnframt því sem MJL eigi hlut í félaginu. Fjallað hefur verið um Lasca Finance í tengslum við Panama-skjölin.

Samkvæmt The Guardian er Dorrit einn eiganda Jaywick Properties Inc. á Bresku Jómfrúaeyjum. Félag með slíku nafni er ekki skráð á fulltrúa Moussaieff-fjölskyldunnar í Bretlandi. Þá var hún sögð tengjast sjóðnum Moussaieff Sharon Trust.

Gögnin voru frá árunum 2005-7.

Vísað var í þá áætlun Sunday Times að auður Moussaieff-fjölskyldunnar væri um 200 milljónir punda, eða um 35 milljarðar króna.

Í umfjöllun Kjarnans sagði að Moussaieff-fjölskyldan, þar á meðal systur Dorritar, Tamara og Sharon, hafi átt allt að 80 milljónir dala í HSBC bankanum í Sviss 2006-07.

Það er tekið fram í ársreikningum MJL 2002 og 2003 að þrengingar á alþjóðamörkuðum, meðal annars í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana, hafi bitnað á sölu á lúxusvörum.

Árið 2006 fær Alisa rúma milljón punda í vaxtalaust lán frá félaginu og í ársreikningi 2015 er getið um félagið Moussaieff (Hong Kong) Limited í Hong Kong. Alisa var þar skráður eigandi og hjá Kevess S.A.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

Í gær, 18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda

Í gær, 18:14 Samvinnuflokkurinn, ný stjórnmálahreyfing sem skilgreinir sig frá miðju til hægri á hinum pólitíska skala, stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Meðal frambjóðenda flokksins verða fyrrverandi, og hugsanlega núverandi þingmenn annarra stjórnmálaflokka. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

Í gær, 17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »

Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög

Í gær, 16:47 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aldrei hafa staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þær skattahækkanir sem fram komu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

Í gær, 15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

„Raddir fólksins“ á Austurvelli

Í gær, 17:05 „Raddir fólksins“ komu saman til útifundar á Austurvelli í dag þar sem helstu mál á dragskrá voru umræður um stjórnarskrána og stjórnarslitin í síðustu viku. Ræðumenn voru þau Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri. Meira »

Íslandsmót sleðahunda haldið í dag

Í gær, 16:42 Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið við Rauðavatn í Reykjavík í dag. Keppt var í ýmsum greinum svosem hjólatogi, sem á ensku nefnist bikejoring. Þá er hundur bundinn við hjól og togar það áfram líkt og um sleða væri að ræða. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

Í gær, 15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...