Moussaieff-keðjan hefur malað gull

Fjölskylda Dorrit Moussaieff hefur rekið ábatasama skartgripasölu.
Fjölskylda Dorrit Moussaieff hefur rekið ábatasama skartgripasölu. mbl.is/Kristinn

Umsvif Moussaieff Jewellers Limited (MJL) hafa margfaldast síðustu 20 ár og eru eignirnar orðnar 233 milljónir punda, ríflega 41 milljarður króna miðað við núverandi gengi. Félagið er í eigu Alisu Moussaieff, móður Dorritar Moussaieff forsetafrúar.

Fram kemur í Sögu af forseta, ævisögu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, að þegar Dorrit var 12 ára fluttist Shlomo Moussaieff, faðir hennar, með fjölskylduna til London „og þar hefur síðan verið miðstöð demantaverslunar hans sem er ein af þeim þekktustu í heimi“.

„Meðalverð á hálsmeni í verslun Moussaieffs á Hilton-hótelinu við Park Lane í Lundúnum er yfir 100 milljónir króna. Sagt er að veltan í þeirri verslun sé sú allra mesta í heiminum á fermetra. Auk þess á fjölskyldan verslunina Kutchinsky á Knightsbridge í London,“ segir m.a. um þessi umsvif í ævisögunni.

MJL hét upphaflega Ariel Heller & Co. Limited og var stofnað í mars 1963. Í stjórn sátu Ariel Heller, Shlomo og Alisa Moussaieff, foreldrar Dorritar, og Seymour Cooper. Samkvæmt vefsíðu MJL er félagið með verslanir á Park Lane og við Bond Street í Lundúnum, auk verslana í Genf, Hong Kong og Courchevel.

Rafræn skráning frá 1995

Fyrsti ársreikningurinn sem er aðgengilegur á rafrænan hátt í bresku fyrirtækjaskránni er frá árinu 1995. Nokkrar lykiltölur úr rekstri félagsins allar götur síðan eru hér á töflu. Miðað er við hagnað af reglulegri starfsemi fyrir skatta.

Frá og með árinu 1995 eru Shlomo og Alisa stjórnendur og hluthafar, bæði með 5.000 hluti.

Tilkynnt er í janúar 2006 að Shlomo sé hættur sem ritari félagsins og að í staðinn komi Rohit Gupta. Um sama leyti er tilkynnt að heimilisfang Shlomo og Alisa sé í Ísrael. Alisa er skráð fyrir hlutafé. Þarna eru þau bæði orðin allroskin. Alisa er fædd í ágúst 1929 og Shlomo í september 1923. Hann lést í fyrra.

Eins og sjá má á töflunni er hlutur Bretlands í sölunni jafnan lítill.

MJL hefur jafnan skipt við Barclays Bank. Á tímabili skipti félagið þó líka við Republic National Bank of New York. Þá kemur fram að félagið átti eftirlaunasjóðinn The Kutchinsky Pension Trust. Síðar er getið um LHC Pension Scheme sem eftirlaunasjóð hjá félaginu.

Þá er greint frá því í ársreikningi 1997 að Moussaieff Jewellers Limited sé tengt félaginu Kevess S.A. í Sviss. Þar séu Alisa og Shlomo í stjórn og hluthafar. Kevess er síðan áfram í ársreikningum félagsins.

Lesa má úr ársreikningunum að stjórnarlaun Alisu og Shlomo eru jafnan nokkur hundruð þúsund punda. Fjárhagsárið 1996 fengu þau t.d. 404.666 pund í laun hvort. Allar tölur hér eru á verðlagi hvers árs.

Skráð á Bresku Jómfrúaeyjum

Í ársreikningi 2000 er getið um tengsl við félagið Lasca Finance Limited og aðgerðir til að styðja við annað félag, Camden Market Holdings Corporation. Lasca Finance er með heimilisfang á Bresku Jómfrúaeyjum en ekki er getið um heimilisfang hins félagsins. Fram kemur að Shlomo og Alisa séu hluthafar í Lasca Finance, jafnframt því sem MJL eigi hlut í félaginu. Fjallað hefur verið um Lasca Finance í tengslum við Panama-skjölin.

Samkvæmt The Guardian er Dorrit einn eiganda Jaywick Properties Inc. á Bresku Jómfrúaeyjum. Félag með slíku nafni er ekki skráð á fulltrúa Moussaieff-fjölskyldunnar í Bretlandi. Þá var hún sögð tengjast sjóðnum Moussaieff Sharon Trust.

Gögnin voru frá árunum 2005-7.

Vísað var í þá áætlun Sunday Times að auður Moussaieff-fjölskyldunnar væri um 200 milljónir punda, eða um 35 milljarðar króna.

Í umfjöllun Kjarnans sagði að Moussaieff-fjölskyldan, þar á meðal systur Dorritar, Tamara og Sharon, hafi átt allt að 80 milljónir dala í HSBC bankanum í Sviss 2006-07.

Það er tekið fram í ársreikningum MJL 2002 og 2003 að þrengingar á alþjóðamörkuðum, meðal annars í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana, hafi bitnað á sölu á lúxusvörum.

Árið 2006 fær Alisa rúma milljón punda í vaxtalaust lán frá félaginu og í ársreikningi 2015 er getið um félagið Moussaieff (Hong Kong) Limited í Hong Kong. Alisa var þar skráður eigandi og hjá Kevess S.A.

Bloggað um fréttina

Innlent »

John Snorra gengur vel í vitlausu veðri

10:29 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn í búðir tvö á fjallinu K2 ásamt fjórum öðrum en hann freistar þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná á topp fjallsins sem er eitt það hættulegasta í heimi. Tæplega þriðjungur þeirra sem reyna við fjallið láta lífið við það. Meira »

„Hjartans þakkir fyrir allt sem þið gerðuð“

08:19 Foreldrar Jennýjar Lilju, þriggja ára stúlku sem lést í slysi í október árið 2015, hafa fært Björgunarfélaginu Eyvindi öndunarvél og súrefnismettunarmæli að gjöf. Tækin eru ætluð til að hafa í bíl vettvangshóps björgunarfélagsins. Félagar í Eyvindi komu fyrstir að slysinu sem varð við sveitabæ í Biskupstungum. Meira »

Spá 25 stiga hita

07:37 Veðrið mun halda áfram að leika við Norðlendinga og nærsveitamenn í dag og spáir Veðurstofa Íslands allt að 25 stiga hita á norðaustanverðu landinu. Varað er við hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Meira »

Sagður hafa fallið fimm metra

06:16 Maður var fluttur á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fall við Marteinslaug í Grafarholti. Lögreglunni barst tilkynning um málið rétt fyrir klukkan 2 í nótt og samkvæmt henni hafði maðurinn fallið fimm metra. Meira »

Tilkynnt um mann í sjónum við Granda

06:06 Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem hefði fallið í sjóinn við Grandagarð. Meira »

Handtekinn í brúðkaupi

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í brúðkaupsveislu í nótt.  Meira »

John Snorri er lagður af stað

Í gær, 22:59 John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað í leiðangurinn á topp fjallsins K2 sem er talið eitt það hættulegasta í heimi. Takist honum ætlunarverkið verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Aðeins 240 manns hafa komist á topp fjallsins og 29 prósent þeirra sem reyna það láta lífið. Meira »

Fjölmenni í Ásbyrgi

Í gær, 23:15 „Menn endast hérna á meðan veðrið er gott,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður um tjaldsvæðið í Ásbyrgi en um 7-800 manns hafa lagt leið sína þangað til þess að tjalda í góða veðrinu. Meira »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

Í gær, 21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

Í gær, 21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

Í gær, 21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

Í gær, 19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

Í gær, 19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

Í gær, 19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

Í gær, 18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

Í gær, 19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

Í gær, 19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

Í gær, 17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...