Moussaieff-keðjan hefur malað gull

Fjölskylda Dorrit Moussaieff hefur rekið ábatasama skartgripasölu.
Fjölskylda Dorrit Moussaieff hefur rekið ábatasama skartgripasölu. mbl.is/Kristinn

Umsvif Moussaieff Jewellers Limited (MJL) hafa margfaldast síðustu 20 ár og eru eignirnar orðnar 233 milljónir punda, ríflega 41 milljarður króna miðað við núverandi gengi. Félagið er í eigu Alisu Moussaieff, móður Dorritar Moussaieff forsetafrúar.

Fram kemur í Sögu af forseta, ævisögu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, að þegar Dorrit var 12 ára fluttist Shlomo Moussaieff, faðir hennar, með fjölskylduna til London „og þar hefur síðan verið miðstöð demantaverslunar hans sem er ein af þeim þekktustu í heimi“.

„Meðalverð á hálsmeni í verslun Moussaieffs á Hilton-hótelinu við Park Lane í Lundúnum er yfir 100 milljónir króna. Sagt er að veltan í þeirri verslun sé sú allra mesta í heiminum á fermetra. Auk þess á fjölskyldan verslunina Kutchinsky á Knightsbridge í London,“ segir m.a. um þessi umsvif í ævisögunni.

MJL hét upphaflega Ariel Heller & Co. Limited og var stofnað í mars 1963. Í stjórn sátu Ariel Heller, Shlomo og Alisa Moussaieff, foreldrar Dorritar, og Seymour Cooper. Samkvæmt vefsíðu MJL er félagið með verslanir á Park Lane og við Bond Street í Lundúnum, auk verslana í Genf, Hong Kong og Courchevel.

Rafræn skráning frá 1995

Fyrsti ársreikningurinn sem er aðgengilegur á rafrænan hátt í bresku fyrirtækjaskránni er frá árinu 1995. Nokkrar lykiltölur úr rekstri félagsins allar götur síðan eru hér á töflu. Miðað er við hagnað af reglulegri starfsemi fyrir skatta.

Frá og með árinu 1995 eru Shlomo og Alisa stjórnendur og hluthafar, bæði með 5.000 hluti.

Tilkynnt er í janúar 2006 að Shlomo sé hættur sem ritari félagsins og að í staðinn komi Rohit Gupta. Um sama leyti er tilkynnt að heimilisfang Shlomo og Alisa sé í Ísrael. Alisa er skráð fyrir hlutafé. Þarna eru þau bæði orðin allroskin. Alisa er fædd í ágúst 1929 og Shlomo í september 1923. Hann lést í fyrra.

Eins og sjá má á töflunni er hlutur Bretlands í sölunni jafnan lítill.

MJL hefur jafnan skipt við Barclays Bank. Á tímabili skipti félagið þó líka við Republic National Bank of New York. Þá kemur fram að félagið átti eftirlaunasjóðinn The Kutchinsky Pension Trust. Síðar er getið um LHC Pension Scheme sem eftirlaunasjóð hjá félaginu.

Þá er greint frá því í ársreikningi 1997 að Moussaieff Jewellers Limited sé tengt félaginu Kevess S.A. í Sviss. Þar séu Alisa og Shlomo í stjórn og hluthafar. Kevess er síðan áfram í ársreikningum félagsins.

Lesa má úr ársreikningunum að stjórnarlaun Alisu og Shlomo eru jafnan nokkur hundruð þúsund punda. Fjárhagsárið 1996 fengu þau t.d. 404.666 pund í laun hvort. Allar tölur hér eru á verðlagi hvers árs.

Skráð á Bresku Jómfrúaeyjum

Í ársreikningi 2000 er getið um tengsl við félagið Lasca Finance Limited og aðgerðir til að styðja við annað félag, Camden Market Holdings Corporation. Lasca Finance er með heimilisfang á Bresku Jómfrúaeyjum en ekki er getið um heimilisfang hins félagsins. Fram kemur að Shlomo og Alisa séu hluthafar í Lasca Finance, jafnframt því sem MJL eigi hlut í félaginu. Fjallað hefur verið um Lasca Finance í tengslum við Panama-skjölin.

Samkvæmt The Guardian er Dorrit einn eiganda Jaywick Properties Inc. á Bresku Jómfrúaeyjum. Félag með slíku nafni er ekki skráð á fulltrúa Moussaieff-fjölskyldunnar í Bretlandi. Þá var hún sögð tengjast sjóðnum Moussaieff Sharon Trust.

Gögnin voru frá árunum 2005-7.

Vísað var í þá áætlun Sunday Times að auður Moussaieff-fjölskyldunnar væri um 200 milljónir punda, eða um 35 milljarðar króna.

Í umfjöllun Kjarnans sagði að Moussaieff-fjölskyldan, þar á meðal systur Dorritar, Tamara og Sharon, hafi átt allt að 80 milljónir dala í HSBC bankanum í Sviss 2006-07.

Það er tekið fram í ársreikningum MJL 2002 og 2003 að þrengingar á alþjóðamörkuðum, meðal annars í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana, hafi bitnað á sölu á lúxusvörum.

Árið 2006 fær Alisa rúma milljón punda í vaxtalaust lán frá félaginu og í ársreikningi 2015 er getið um félagið Moussaieff (Hong Kong) Limited í Hong Kong. Alisa var þar skráður eigandi og hjá Kevess S.A.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Ræða kynferðisofbeldi í pólitíkinni

16:54 Tæplega sex hundruð konur hafa skráð sig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem umræður fara fram um kynferðisáreiti og annað kynferðisofbeldi sem konur hafi orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Meira »

Þjóðveginum um Öræfasveit lokað

16:53 Þjóðvegi 1 um Öræfasveit hefur verið lokað vegna veðurs en lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hvasst er víða á landinu en áður hafði verið greint frá lokun vega á Vestfjörðum. Meira »

Íslenski hesturinn nýtur sín í nýju myndbandi

16:41 „Aðalmarkmiðið er að kynna íslenska hestinn og sýna hvers fjölhæfur hann er. Hann er vinalegur, kraftmikill, ævintýragjarn og fyrir alla,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu um kynningarmyndband Horses of Iceland sem var frumsýnt í dag. Meira »

Björg leiðir starfshóp um persónuvernd

16:06 Starfshópur hefur verið skipaður til að aðstoða Björgu Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands og formann Persónuverndar, við að innleiða reglugerð um breytta persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Meira »

Keyrði á stelpu og lét sig hverfa

15:06 „Frekar mikið sjokkerandi að fá símtal frá barninu sínu að það hafi verið keyrt á það á meðan það gekk yfir gangbraut, sérstaklega þegar mamma og pabbi eru langt í burtu.“ Þannig hefjast skrif Ingibjargar Elínar Halldórsdóttur á Facebook en í gær var keyrt á dóttur hennar þar sem hún var að ganga yfir gangbraut. Meira »

Flateyrarvegi lokað – víða ófært

16:15 Snjóflóð féll á Flateyrarveg, nokkru fyrir innan Flateyri, fyrir rúmlega klukkustund. Veginum hefur verið lokað en auk þess er vegurinn um Súðavíkurhlíð enn lokaður. Meira »

Segir sjálfstæðismenn í vandræðum

15:32 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna, segir að sjálfstæðismenn séu í miklum vandræðum með ráðherraval í viðræðunum um stjórnarmyndun sem nú standa yfir. Meira »

Fjölmiðlaskýrsla væntanleg fyrir áramót

14:40 Stefnt er á að skila skýrslu með tillögum um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla fyrir áramót. Að sögn Björgvins Guðmundssonar, formanns fimm manna nefndar sem annast skýrslugerðina, liggja tillögur nefndarinnar fyrir en ekki er búið að ganga frá skýrslunni. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
Ræstingavagn
Til sölu Ræstingavagn. kr: 9700,- Keyptur hjá Rekstrarvörum. uppl: 8691204....
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Þvottavél, þurrkari, uppþvottavél, ísskápur, gervihnattadiskur
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...