Myndaði húsbílinn fjúka

Húsbíllinn rásaði á veginum áður en hann fauk út af.
Húsbíllinn rásaði á veginum áður en hann fauk út af. Sesselja Arna Óskarsdóttir

Hús­bíll fauk út af veg­in­um í Kollaf­irði um tíu leytið í morgun. Sesselja Anna Óskarsdóttir sem var farþegi í bíl sem var á eftir húsbílnum tók atburðinn upp á myndband. „Það er búið að vera mjög hvasst,“ segir Sesselja Anna. Hún búi Kjalarnesinu og þó það líti ekki út fyrir að vera svo slæmt þar, þá sé veðrið alltaf verst í Kollafirðinum. „Þannig að maður býst kannski ekki alltaf við því að það sé svona hvasst.“

Frétt mbl.is: Húsbíll fauk út af

„Við vorum á lítilli Corollu og hún fýkur ekkert, en það kippir alveg í. Við byrjuðum að taka eftir því ofarlega í Kollafirðinum að húsbíllinn var byrjaður að halla smá. Pabbi sagði þá að hann þyrfti að fara að stoppa því hann gæti farið út af. Ég byrjaði þess vegna að taka upp myndbandið, þó að ég tryði honum ekki alveg.“

Sesselja Anna segir nokkra bíla hafa verið á ferðinni þegar húsbíllinn fauk og að fólk hafi strax stoppað og farið út að athuga hvort það gæti aðstoðað. „Það var líka annar bíll í samfloti með húsbílnum, þannig að hann fékk strax hjálp. Þau hringdu í sjúkrabíl sem voru með honum,“ segir hún og bætir við að ekki hafi séð mikið á bílstjóra húsbílsins.  

Við vörum við orðbragðinu í myndbandinu, sem er e.t.v. ekki við hæfi barna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert