Silkitoppa sást á Siglufirði

Silkitoppan var blaut og hrakin.
Silkitoppan var blaut og hrakin. mbl.is/Sigurður Æginsson

Aðfaranótt sl. þriðjudags snjóaði fyrir norðan og Siglufjörður var þar engin undantekning.

Út úr muggunni kom óvænt silkitoppa blaut og hrakin. Hún náðist snemma morguns og fékk á hægri fót sinn raðmerki frá Náttúrufræðistofnun Íslands og var sleppt að því búnu.

Silkitoppa er spörfugl af silkitoppaætt, svipuð að stærð og vexti og starri. Ekki er algengt að sjá hana á þessum árstíma hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert