Skoða sameiningu lífeyrissjóðanna

Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar.
Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar. SteinarH

Stjórnir Stafa lífeyrissjóðs og Sameinaða lífeyrissjóðsins hafa samþykkt að hefja könnunarviðræður með sameiningu sjóðanna í huga.

Í fréttatilkynningu segir að Sameinaði lífeyrissjóðurinn sé fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins ef miðað er við hlutfall hreinna eigna lífeyrissjóða og Stafir lífeyrissjóður sá níundi stærsti. Saman yrðu þeir fjórði stærsti lífeyrissjóðurinn með um 10% hreinna eigna lífeyrissjóðanna, alls um 310 milljarða króna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarformaður Sameinaða lífeyrissjóðsins, að verið sé að mæta kröfum um að innan sjóðanna sé margvísleg sérfræðiþekking og að störf á borð við áhættustýringu og eignastýringu séu aðskilin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert