Ákærður fyrir að nýta fjármuni félagsins í eigin þágu

Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði
Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði Ómar Óskarsson

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt á árunum 2012-2015 með því að hafa sem eigandi og framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins Skissu dregið sér og öðrum fjármuni í 1.569 tilvikum, samtals að fjárhæð 7.131.250 krónur. 

Nýtti maðurinn debetkort að bankareikningi félagsins til að kaupa vörur og þjónustu sem voru persónuleg útgjöld hans og annarra og félaginu óviðkomandi. Samtals námu úttektir með debetkorti 5,9 milljónum í 1.457 skipti, en lang flestar færslurnar voru lægri upphæðir en 10.000 krónur.

Þá tók maðurinn út rúmlega 3,8 milljónir og lagði inn á persónulegan reikning sinn í 41 skipti og í 68 skipti tók hann út samtals 911 þúsund krónur úr hraðbanka. að lokum greiddi maðurinn 833 þúsund krónur af reikningum félagsins yfir á reikninga fjölskyldumeðlima. 

Maðurinn er einnig ákærður fyrir að færa ekki tilskilið bókhald fyrir Skissu og varðveita ekki fylgiskjöl og bókhaldsgögn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert