Brjóstabollur komnar í bakaríin

Landssamband bakarameistara, LABAK, efnir til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land frá og með deginum í dag og fram til sunnudagsins 8. maí. Bollusalan er til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Þetta er sjötta árið sem LABAK starfar með Göngum saman að þessu málefni og hafa rúmar 7 milljónir króna safnast saman á þeim tíma.

Í ár er brjóstabollan gómsæt rjómabolla með berjafyllingu og verða búðir félagsmanna LABAK skreyttar með bleikum blöðrum og veggspjöldum, segir í tilkynningu.

Eftirtalin bakarí selja brjóstabollur um helgina:

Bakarameistarinn, Austurveri, Glæsibæ, Húsgagnahöllinni, Mjódd og Suðurveri Reykjavík og  Smáratorgi, Kópavogi. Bakarinn, Ísafirði. Björnsbakarí, Austurströnd, Dalbraut, Fálkagötu, Hringbraut og Lönguhlíð Reykjavík. Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co. Akureyri. Geirabakarí, Borgarnesi. Guðnabakarí, Selfossi. Hjá Jóa Fel. Garðatorgi, Garðabæ, Holtavegi, JL húsinu og Kringlunni Reykjavík og Smáralind, Kópavogi. Okkar bakarí, Iðnbúð og Strikinu Garðabæ. Vort daglegt brauð, Strandgötu, Hafnarfirði. Kökuhornið, Bæjarlind, Kópavogi. Mosfellsbakarí, Háleitisbraut, Reykjavík og Mosfellsbæ. Reynir bakari, Dalvegi og Hamraborg, Kópavogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert