Réttindi brotin við tökur

Frá kvikmyndatöku. Myndin tengist fréttinni ekki.
Frá kvikmyndatöku. Myndin tengist fréttinni ekki. mbl.is/Árni Sæberg

Í umsögnum ASÍ og Félags kvikmyndagerðarmanna um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi kemur fram að rökstuddur grunur sé uppi um að algengt sé að lög- og kjarasamningsbundin réttindi starfsfólks sem starfar við kvikmyndagerð séu brotin.

„Við höfum fengið til okkar dæmi þar sem hópur ungmenna hefur verið ráðinn sem aðstoðarfólk við gerð stórmynda sem hafa verið framleiddar hér á landi,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.

Ungmennin eru ráðin sem verktakar en það sem er athugavert að mati ASÍ er að samið er um ákveðna launaupphæð en svo á verktakinn að sjá alfarið um sig sjálfur, s.s. þegar kemur að tryggingum og að greiða skatt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert