Slydda og rigning víða

Slydda eða rigning verður víða á landinu í dag en …
Slydda eða rigning verður víða á landinu í dag en úrkomulítið syðra. mbl.is/Ómar

Veðurstofan spáir norðlægri átt, 5-13 m/s og víða rigningu eða slyddu á landinu í dag, en úrkomulitlu syðra. Á morgun lægir smám saman og léttir til, en stöku él verða við ströndina norðaustantil. Hiti verður á bilinu eitt til tíu stig að deginum, hlýjast suðaustantil, en allvíða næturfrost.

Á morgun er gert ráð fyrir norðlægri átt, 3-10 m/s, og dálitlum éljum eða slydduéljum á norðanlands, einkum fyrri hluta dags, en að mestu björtu syðra með líkum á stöku síðdegisskúrum. Hiti 1 til 11 stig, mildast suðvestantil.

Á sunnudag má búast við breytilegri átt, 3-8 m/s, en suðvestlægri á Vestfjörðum. Bjart með köflum og stöku skúrir sunnantil. Hiti þrjú til tíu stig, mildast suðvestantil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert