Ekki lengur hægt að segja að eyjarnar séu óteljandi

Svefneyjar á Breiðafirði.
Svefneyjar á Breiðafirði. www.mats.is

Eyjarnar á Breiðafirði eru ekki lengur óteljandi. Þorvaldur Þór Björnsson, starfsmaður Náttúrufræðistofnunar, hefur skráð liðlega 3.000 eyjar og hólma sem fengið hafa nöfn og fuglar verpa í og að auki um 2.200 hólma og sker sem fengið hafa nöfn en fuglar verpa ekki í.

Áður hafði verið slegið á að eyjarnar væru 2.500 til 3.000 og þá miðað við eyjar og hólma sem gras vex á.

Verið er að skrá eyjarnar inn á loftmynd í gagnabanka Náttúrufræðistofnunar. Upplýsingarnar fara síðan til Örnefnastofnunar og Landmælinga. Þær verða gerðar aðgengilegar almenningi á vef síðarnefndu stofnunarinnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert