Davíð býður sig fram til forseta

Davíð Oddsson
Davíð Oddsson Ómar Óskarsson

Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands.  Þetta var kynnt í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Davíð segist ekki geta  svarað því hvort hann hefði ekki boðið sig fram ef Ólafur Ragnar hefði ekki gert það. Ekki séu nema örfáir dagar síðan hann fór að velta þessu fyrir sér.

Davíð segist ekki hafa tekið því illa upp þegar Ólafur Ragnar bauð sig fram 2012. Hann hafi ekki kosið hann þá, en hefði gert það ef ekki hefði verið nokkuð öruggt að hann hlyti kosningu. Því hafi fylgt öryggi að hafa Ólaf Ragnar á Bessastöðum þá.

„Mér fannst þetta ekki jafn rétt núna, þegar tíminn er orðinn svona langur og við þær aðstæður sem hann gaf upp,“ sagði Davíð.

Davíð segist ekki ganga að því sem vísu að hann eigi öruggan stuðningshóp. „Í forsetakosningum er það svo að það er ótrúlegt hverjir styðja hvern.“

Frambjóðandi til forsetaframboðs verði að ganga að því vísu að svo kunni að fara að hann tapi.

Páll spurði því næst hvernig hann muni taka því ef svo fari, hann sé ekki vanur að tapa kosningu? „Ég held að ég myndi tapa vel ef svo má segja. Ég er ekki lengi að grufla yfir því sem gengið er. Ef að þannig færi, sem vel getur verið, þá mun ég líta á það sem rétta niðurstöðu hver sem hún er. Fara á minn gamla vinnustað og byrja að skrifa."

Hann muni fara í leyfi frá störfum sínum sem ritstjóri Morgunblaðsins á næstunni. "Ég mun hverfa í sumarleyfi fljótlega eftir að þessi ákvörðun var tekin," segir Davíð.

Davíð kveðst hafa verið ánægður með það hvernig Ólafur Ragnar tók á Icesave málinu og Páll minntist þá á fjölmiðlalögin og að Davíð hafi ekki verið jafn sáttur með ákvörðun Ólafs Ragnars þá. „Varðandi fjölmiðlalögin voru þannig að þau tóku ekki gildi fyrr en eftir næstu alþingiskosningar, þannig að það var fráleitt að beita þessu valdi þá. Ég tel þó að í meginatriðum fram að þessu hafi hann staðið sig vel.“

Spurður hvort  breyta eigi hlutverki forsetans til að breyta áfrýjunarvaldinu, segir Davíð að hann telji að  að meginstofni til hafi þetta vald ekki verið misnotað. „En ég held að menn verði að fara mjög varlega með það.“ Misjafnt sé hvort fyrri forsetar hafi talið sig hafa þetta vald. „Ákvæðið er fyrir hendi að ég vil telja að þeir hafi allir, jafnvel Ólafur, beitt því varlega.“

Páll nefndi þá að Davíð hafi verið gagnrýnin í garð Ólafs Ragnars og Guðna Th.  í síðasta Reykjavíkurbréfi sínu.  „Menn verði að gæta hófs, en það er nauðsynlegt að vita hvaða menn eru á ferðinni og fyrirhvað þeir standa. Það verður að liggja fyrir.“ Sjálfur sé hann þannig að  fólk þekki kosti hans og galla í gegnum fyrri störf.

Er þetta fyrsti þátturinn í umsjón fjölmiðlamannsins Páls Magnússonar.

Uppfært 11:49

Spurður hvað muni vinna með honum og hvað hann telji að vinni gegn sér nefnir Davíð óvissuástand innan lands sem utan. „Ég held að flestir meti það svo að forsetaembættið sé verið að leita að manni sem er til staða og sem getur brugðist við, en ekki til að taka þátt í veislum eða eiga fróðleg spjöll við erlenda gesti.“ Viss störf, m.a. starf forsetans sé þess eðlis að menn séu þar til að geta brugðist við aðstæðum sem upp geta komið. „Þar séu þá menn sem geta tekið ákvörðun og láta engann hræra í sér. Þetta eru eiginleikar sem ég tel mig hafa og hef nýtt, oftast nær til góðs, þeir myndu nýtast vel. Auk þess sem að ég væri kominn þarna til að láta gott af mér leiða og stilla til friðar.

Gallarnir væru hins vegar væntanlega að menn teldu hann hafa verið of lengi í pólitík og hafi  fengið menn upp á móti mér. „En ég hef átt gott að starfa með fólki.“

Spurður hvort hann hafi átt eða eigi fé í aflandsfélögum svaraði Davíð: „Ég hef því miður aldrei verið svo fjáður eða hugmyndaríkur að eiga fé erlendis.“ Eina undantekningar  sé ávísanareikningur sem hann hafi átt á námsárum í sumarskóla í Cambridge. „Það var í síðasta skipti sem ég var með ávísun í útlöndum.“

Páll spurði því næst hvort ekki sé nóg komið að einhverjir væru væntanlega þeirrar skoðunar að tími þeirra Ólafs Ragnars væri liðinn. „Þetta er sanngjörn spurning, en svo eru aðrir sem segja að svo að ekki að þessir menn hafi kosti sem enn megi nýta. Það eru vandamál hér, við erum með veikt þing og við þær aðstæður væri skrýtið að þjóðin myndi velja veikan forseta.“

mbl.is

Innlent »

Haustlægð kemur í heimsókn

07:07 Haustið er gengið í garð með öllum sínum haustlægðum og í dag kemur ein slík í heimsókn. Hlýskil hennar ganga norður yfir landið og fylgir þeim talsverð eða mikil rigning, mest á Suðausturlandi og Austfjörðum, þó í mun minni mæli fyrir norðan, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Fann mikið magn peninga

06:59 Heiðvirður borgari kom á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi með peningaveski sem hann hafði fundið. Í veskinu er mikið magn reiðufjár sem lögreglan vill koma í réttar hendur. Meira »

Fluttur á slysadeild eftir árekstur

06:49 Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl eftir árekstur við Kópavogslæk seint í gærkvöldi.   Meira »

Skemmtistað lokað af lögreglu

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að loka skemmtistað í Kópavogi í nótt þar sem þar reyndist vera töluverður fjöldi krakka undir aldri á staðnum þegar lögreglan kom þangað í eftirlitsferð um þrjú leytið. Meira »

Stjórnlaus af sveppaneyslu

06:34 Rétt eftir miðnætti þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að flytja mann sem var í mjög annarlegu ástandi sökum neyslu sveppa á slysadeild Landspítalans. Meira »

Íslensku konurnar áfrýja í PIP-málinu

05:30 Flestar þeirra íslensku kvenna sem hlutu greiðslur frá þýska fyrirtækinu TÜV Rheinland, vegna PIP-brjóstapúðamálsins, vilja áfrýja málinu á næsta dómstig. Meira »

Þrír milljarðar urðu eftir í þrotabúum

05:30 Helmingur sáttagreiðslu Deutsche Bank til Kaupþings, um 212,5 milljónir evra eða um 27 milljarðar króna, rann fyrst í gegnum félögin Chesterfield og Partridge, sem eru í gjaldþrotameðferð, og barst þaðan til Kaupþings. Meira »

Vilja vinna þangi í Breiðafirði

05:30 Íslenska kalkþörungafélagið hefur nú mikinn áhuga á að hefja vinnslu á þangi í Breiðafirði með aðstöðu í Stykkishólmi.  Meira »

Ferðamenn í íbúð Félagsbústaða

05:30 Félagsbústaðir hf. munu senda öllum leigutökum sínum, sem eru um 2.500 talsins, bréf til að vekja athygli þeirra á því að framleiga íbúða til ferðamanna sé með öllu óheimil. Meira »

Undiralda í Framsóknarflokknum

05:30 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir marga framsóknarmenn „æfa“ yfir því baktjaldamakki sem nú standi yfir í Skagafirði. Það geti „stórskaðað“ flokkinn svo skömmu fyrir þingkosningar. Meira »

Vísbendingar um nokkurt launaskrið

05:30 Merki eru um að eitthvert launaskrið sé komið í gang á vinnumarkaði um þessar mundir en launavísitalan í ágúst hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,2% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær. Meira »

Fundalota um verðmæta stofna

05:30 Ekki eru taldar miklar líkur á að heildarsamkomulag náist á fundum strandríkja í næsta mánuði um uppsjávarveiðar í Norður-Atlantshafi. Í makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld hefur síðustu ár verið veitt umfram ráðgjöf vísindamanna og samstaða hefur ekki náðst á fundum um stjórnun veiðanna. Meira »

Andlát: Guðni Christian Andreasen

05:30 Guðni Christian Andreasen bakarameistari lést á heimili sínu 67 ára að aldri.   Meira »

Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun

Í gær, 22:01 Jón Gunnar Zoëga, lögmaður og réttargæslumaður Valdimars Olsen sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, segir það peningasóun að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin upp að nýju fyrir dómstólum. Þau seku í málinu hafi verið dæmd. Meira »

Stormur og hellidemba á morgun

Í gær, 20:45 „Þetta er nú lítið spennandi veður. Mikið vatnsveður og hvasst með þessu en þetta er ekki mest spennandi laugardagur sem við höfum upplifað,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið á morgun. Meira »

VG stærsti flokkurinn

05:30 Vinstrihreyfingin – grænt framboð er stærsti flokkur landsins skv. könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Flokkurinn nýtur fylgis 30% kjósenda og fengi skv. því 22 þingmenn, en hefur nú 10. Umtalsverður munur er á fylgi VG eftir kynjum. Ætla 20% karla að kjósa flokkinn en 40% kvenna. Meira »

Missti af því að byrja að drekka

Í gær, 21:20 Marta Magnúsdóttir segir að í skátunum hætti enginn að leika sér. Þessi 23 ára skátahöfðingi Íslands hefur ferðast víða um heim og er meira að segja pólfari. Hún er uppalin í Grundarfirði og unir sér illa í borgum. Hún segir að það besta við að vera í skátunum sé að maður fái að vera maður sjálfur. Meira »

Hatursorðræða er samfélagsmein

Í gær, 20:20 Ísland er langt á eftir norrænum ríkjum þegar kemur að umræðu og lagasetningu um hatursorðræðu. Þetta kom fram á ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem fram fór í Hörpu í dag á vegum Æskulýðsvettvangsins. Meira »
BÓKBAND
Bókasafnarar athugið. Eggert Ísólfsson bókbandsmeistari tekur að sér allar gerð...
SMEG Gaseldavél
Glæsileg gaseldavél með rafmagnsbakarofni til sölu. Tilboð óskast. Upplýsi...
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...