Davíð býður sig fram til forseta

Davíð Oddsson
Davíð Oddsson Ómar Óskarsson

Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands.  Þetta var kynnt í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Davíð segist ekki geta  svarað því hvort hann hefði ekki boðið sig fram ef Ólafur Ragnar hefði ekki gert það. Ekki séu nema örfáir dagar síðan hann fór að velta þessu fyrir sér.

Davíð segist ekki hafa tekið því illa upp þegar Ólafur Ragnar bauð sig fram 2012. Hann hafi ekki kosið hann þá, en hefði gert það ef ekki hefði verið nokkuð öruggt að hann hlyti kosningu. Því hafi fylgt öryggi að hafa Ólaf Ragnar á Bessastöðum þá.

„Mér fannst þetta ekki jafn rétt núna, þegar tíminn er orðinn svona langur og við þær aðstæður sem hann gaf upp,“ sagði Davíð.

Davíð segist ekki ganga að því sem vísu að hann eigi öruggan stuðningshóp. „Í forsetakosningum er það svo að það er ótrúlegt hverjir styðja hvern.“

Frambjóðandi til forsetaframboðs verði að ganga að því vísu að svo kunni að fara að hann tapi.

Páll spurði því næst hvernig hann muni taka því ef svo fari, hann sé ekki vanur að tapa kosningu? „Ég held að ég myndi tapa vel ef svo má segja. Ég er ekki lengi að grufla yfir því sem gengið er. Ef að þannig færi, sem vel getur verið, þá mun ég líta á það sem rétta niðurstöðu hver sem hún er. Fara á minn gamla vinnustað og byrja að skrifa."

Hann muni fara í leyfi frá störfum sínum sem ritstjóri Morgunblaðsins á næstunni. "Ég mun hverfa í sumarleyfi fljótlega eftir að þessi ákvörðun var tekin," segir Davíð.

Davíð kveðst hafa verið ánægður með það hvernig Ólafur Ragnar tók á Icesave málinu og Páll minntist þá á fjölmiðlalögin og að Davíð hafi ekki verið jafn sáttur með ákvörðun Ólafs Ragnars þá. „Varðandi fjölmiðlalögin voru þannig að þau tóku ekki gildi fyrr en eftir næstu alþingiskosningar, þannig að það var fráleitt að beita þessu valdi þá. Ég tel þó að í meginatriðum fram að þessu hafi hann staðið sig vel.“

Spurður hvort  breyta eigi hlutverki forsetans til að breyta áfrýjunarvaldinu, segir Davíð að hann telji að  að meginstofni til hafi þetta vald ekki verið misnotað. „En ég held að menn verði að fara mjög varlega með það.“ Misjafnt sé hvort fyrri forsetar hafi talið sig hafa þetta vald. „Ákvæðið er fyrir hendi að ég vil telja að þeir hafi allir, jafnvel Ólafur, beitt því varlega.“

Páll nefndi þá að Davíð hafi verið gagnrýnin í garð Ólafs Ragnars og Guðna Th.  í síðasta Reykjavíkurbréfi sínu.  „Menn verði að gæta hófs, en það er nauðsynlegt að vita hvaða menn eru á ferðinni og fyrirhvað þeir standa. Það verður að liggja fyrir.“ Sjálfur sé hann þannig að  fólk þekki kosti hans og galla í gegnum fyrri störf.

Er þetta fyrsti þátturinn í umsjón fjölmiðlamannsins Páls Magnússonar.

Uppfært 11:49

Spurður hvað muni vinna með honum og hvað hann telji að vinni gegn sér nefnir Davíð óvissuástand innan lands sem utan. „Ég held að flestir meti það svo að forsetaembættið sé verið að leita að manni sem er til staða og sem getur brugðist við, en ekki til að taka þátt í veislum eða eiga fróðleg spjöll við erlenda gesti.“ Viss störf, m.a. starf forsetans sé þess eðlis að menn séu þar til að geta brugðist við aðstæðum sem upp geta komið. „Þar séu þá menn sem geta tekið ákvörðun og láta engann hræra í sér. Þetta eru eiginleikar sem ég tel mig hafa og hef nýtt, oftast nær til góðs, þeir myndu nýtast vel. Auk þess sem að ég væri kominn þarna til að láta gott af mér leiða og stilla til friðar.

Gallarnir væru hins vegar væntanlega að menn teldu hann hafa verið of lengi í pólitík og hafi  fengið menn upp á móti mér. „En ég hef átt gott að starfa með fólki.“

Spurður hvort hann hafi átt eða eigi fé í aflandsfélögum svaraði Davíð: „Ég hef því miður aldrei verið svo fjáður eða hugmyndaríkur að eiga fé erlendis.“ Eina undantekningar  sé ávísanareikningur sem hann hafi átt á námsárum í sumarskóla í Cambridge. „Það var í síðasta skipti sem ég var með ávísun í útlöndum.“

Páll spurði því næst hvort ekki sé nóg komið að einhverjir væru væntanlega þeirrar skoðunar að tími þeirra Ólafs Ragnars væri liðinn. „Þetta er sanngjörn spurning, en svo eru aðrir sem segja að svo að ekki að þessir menn hafi kosti sem enn megi nýta. Það eru vandamál hér, við erum með veikt þing og við þær aðstæður væri skrýtið að þjóðin myndi velja veikan forseta.“

mbl.is

Innlent »

Í toppstandi þrátt fyrir aldur

08:18 „Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Meira »

Ingibjörg Sólrún tekin til starfa

08:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í gær undir samning til þriggja ára sem framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Stofnunin er lítt þekkt almenningi þar sem hún er meira að beita sér gegn aðildarríkjum en ekki opinberlega. Hún tók formlega við stöðunni í gær. Meira »

Milljónatjón vegna röskunar ferða

07:57 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Tíu vilja stýra Jafnréttisstofu

07:46 Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu á Akureyri sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn. Meira »

Nemar vilja hlaupa til styrktar HÍ

07:37 Stúdentaráð Háskóla Íslands vinnur að því að hægt verði að hlaupa til styrktar Háskólanum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 19. ágúst. Þetta staðfestir Ragna Sigurðardóttir, formaður stúdentaráðs. Meira »

Þurfti að stöðva brotahrinu mannsins

06:54 Hæstiréttur staðfesti í gær framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir fjöl­mörg svik á leigu­markaði. Maður­inn aug­lýsti hús­næði til leigu á bland.is en var ekki rétt­mæt­ur eig­andi íbúðanna og hafði þar með fé af fólki sem var í erfiðri aðstöðu vegna ástands á leigumarkaði. Meira »

Þreytt á ótryggum ferðum

05:30 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

„Hér hristist allt og titraði“

06:53 Tveir létust á grísku eyjunni Kos eftir jarðskjálfta af stærðinni 6,7 í nótt, sem átti upptök sín í hafinu 16 km austur af eyjunni. Oddný Arnarsdóttir sem er með fjölskyldunni í fríi á Kos segir hótelið hafa leikið á reiðiskjálfi, en fjölskyldan eyddi nóttinni á sólbekkjum í sundlaugagarðinum. Meira »

Samráðsvettvangur um vímuefnamál

05:30 Heilbrigðisráðherra hefur sent bréf þar sem óskað er eftir tilnefningum í samráðsvettvang um vímuefnamál.  Meira »

Milljarðar í kolefniskvóta

05:30 Ríkissjóður mun að óbreyttu þurfa að kaupa kolefniskvóta fyrir milljarða króna á næsta áratug. Ástæðan er losun gróðurhúsalofttegunda umfram markmið stjórnvalda um 20% minni losun 2020 en árið 2005. Meira »

Unnið á öllum vígstöðvum á Bakka

05:30 „Það er ótrúlegur gangur þessa dagana og liggur við að hægt sé að sjá mun frá degi til dags. Það má segja að verkefnið sé á lokametrunum.“ Meira »

Stemning fyrir sólmyrkva árið 2048

05:30 Tæplega 4.000 manns bíða spenntir eftir hringmyrkva sem væntanlegur er árið 2048 ef marka má fésbókarsíðuna Sólmyrkvi 2048. Umræður sem fram fara á síðunni lýsa vel áhyggjum fylgjenda. Einhverjir hafa áhyggjur af því að verða uppteknir fimmtudaginn 11. Meira »

Urriðavatn fær votlendið aftur

05:30 Undirritaður var samningur á milli Garðabæjar, Toyota á Íslandi ehf., Urriðaholts ehf., Landgræðslu ríkisins og Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. um endurheimt votlendis við Urriðavatn í Garðabæ í gær. Meira »

Hávertíð skemmtiferðaskipanna

05:30 Vertíð skemmtiferðaskipanna mun ná hámarki á næstunni. Á miðvikudaginn voru þrjú skemmtiferðaskip samtímis í Sundahöfn í Reykjavík. Um borð voru rúmlega 5.500 farþegar og í áhöfn skipanna rúmlega 2.200 manns. Meira »

Íslendingar alltaf sólgnir í ís

Í gær, 22:44 Íslendingar elska ísinn sinn, í hvaða veðri sem er. Jafnvel í snjóstormi virðist alltaf nóg að gera í ísbúðunum. Ísbúðareigendur og starfsfólk segjast því ekki kippa sér upp yfir lélegu sumarveðri, enda skipti það litlu fyrir sölurnar. Ást á ís sé ættgeng á Íslandi og hluti íslenskrar menningar. Meira »

Fóru í morgunbað í Ölfusá

05:30 „Það er þónokkur straumur þarna og þótt áin virðist lygn á þessari mynd leynir hún á sér,“ segir Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem sá tvo ferðamenn baða sig við Hrefnutanga í Ölfusá um níuleytið í gærmorgun. Meira »

Fangi slapp úr Akureyrarfangelsi

Í gær, 23:59 Fangi slapp úr fangelsinu á Akureyri í kvöld en lögregla hafði handtekið hann aftur um það bil klukkutíma eftir að hann slapp. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og lögreglan á Akureyri staðfestir að fanginn hefði verið handtekinn en vísar á Fangelsismálastofnun um frekari upplýsingar. Meira »

Samvera meginmarkmið símaleiksins

Í gær, 21:31 Stafræni samkvæmisleikurinn Triple Agent!, eftir íslenskja leikjafyrirtækið Tasty Rook, kemur út í dag. Hann snýst um að vera með öðrum, fremur en að hver leikmaður poti í sinn skjá. Meira »
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
Hreinsa þakrennur/ryðbletta þök
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Kennarar óskast
Önnur störf
Kennarar óskast Handverks- og hússtjór...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...