Rannsóknin í eðlilegum farvegi

Ráðist var á stúlkuna við Langholtsskóla
Ráðist var á stúlkuna við Langholtsskóla Af vef Langholtsskóla

Rannsókn lögreglu á líkamsárás sem átti sér stað við Langholtsskóla í síðustu viku er í eðlilegum faravegi. Að sögn Benedikts Lund, lögreglufulltrúa er rannsókninni að ljúka.

Málið hefur vakið mikla athygli en myndband af árásinni var sýnt í kvöldfréttum Rúv á fimmtudaginn. Þar mátti sjá þrjár stúlkur ráðast á hina fjórðu með ofbeldi en um er að ræða gróft eineltismál sem hefur staðið yfir í nokkra mánuði. Aðeins ein af gerendunum er sakhæf. Eins og fyrr segir var ráðist á stúlkuna við Langholtsskóla en hvorki hún né gerendurnir eru nemendur þar. Stúlkan og að minnsta kostir tveir gerendanna eru nemendur í Austurbæjarskóla. 

Frétt mbl.is: Harm­ar lík­ams­árás tengda einelti

Frétt mbl.is: „Kom­um, þetta er nóg“

Frétt mbl.is: Skýrslutökur hafnar í eineltismáli

Benedikt leggur áherslu á að málið sé fyrst og fremst á borði Barnaverndar Reykjavíkur og skólayfirvalda en segir að aðkomu lögreglu að því sé að ljúka. Hann segir rannsókn lögreglu að málinu aðallega snúa að skýrslutökum á vitnum að árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert