Hátt í 400 milljónir í skatta

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Sigurlaug Pálsdóttir.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Sigurlaug Pálsdóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Félaginu Wintris, í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur aldrei verið leynt og eignir þess hafa aldrei verið í skattaskjóli.

Þetta kemur fram í gögnum frá Sigmundi Davíð, sem unnin eru með aðstoð KPMG-endurskoðenda, þar sem hann greinir frá eignum og skattgreiðslum þeirra hjóna um áratug aftur í tímann. Fjallað er ítarlega um þau í Morgunblaðinu í dag.

Þar kemur m.a. fram að á tímabilinu 2007-2015 námu skattgreiðslur Sigmundar og Önnu Sigurlaugar tæpum 300 milljónum króna. Reiknað til núvirðis má áætla að skattgreiðslur af eignum Önnu Sigurlaugar nemi hátt í 400 milljónum. Í gögnunum kemur einnig fram að fjármagnstekjur frá Wintris á árunum 2009-2015 nemi samtals 324.187.102 kr. en fjármagnstekjuskatturinn nemur samtals 174.283.895 kr. á árunum 2007-2015.

Sigmundur Davíð hefur birt gögnin á heimasíðu sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert