Svartur og smár nýbúi hér á landi

Hann er nú orðinn hluti íslenska smádýrasamfélagsins.
Hann er nú orðinn hluti íslenska smádýrasamfélagsins. Ljósmynd/Erling Ólafsson

Nýlega sást fjöldi blökkumaura á ferð um gólf gróðrarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrfræðistofnun, heyrir það til undantekninga að vart verði við maurahóp hér á landi, en svo virðist þó að þessi tegund maura hafi fest sig í sessi hér á landi.

„Þeir hafa verið viðloðandi hér í allnokkur ár,“ segir Erling um þennan nýbúa í Morgunblaðinu í dag. „Fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu en líka í Vogunum. Einnig varð maurs af þessari tegund vart í Borgarnesi en sá var væntanlega einn þar á flækingi.“

Að sögn Erlings virðist maurinn fyrst og fremst hafast við í gróðurskálum. Þar sé meiri ylur en íslensk náttúra getur boðið upp á. „Hann er klárlega kominn út fyrir sínar kjöraðstæður með því að vera hér á landi og ég er ekki að sjá fyrir mér að hann fari að vaða út um alla garða. Ég hef ekki haft spurnir af því að hann hafi valdið hér einhverjum usla, en hann getur vel bjargað sér hér á landi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert