Fundu þrjú skotvopn í íbúðinni

Hjónin voru búsett á Akranesi.
Hjónin voru búsett á Akranesi. Eggert Jóhannesson

Þrjú skotvopn fundust í íbúð hjónanna Guðmundar Vals Óskarssonar og Nadezdu Eddu Tarasovu að Tindaflöt á Akranesi við rannsókn lögreglu í síðasta mánuði. 

Guðmundur var þó aðeins skráður fyrir tveimur skotvopnum en lögregla vill ekki greina frá því hvaða byssu hann notaði til að myrða eiginkonu sína og svipta sjálfan sig lífi.

Rannsókn lögreglu á Vesturlandi á málinu er á lokastigum. Enn er beðið eftir gögnum, þar á meðal úr krufningum, sem vonast er til að varpi betra ljósi á málið og staðfesti þá atburðarás sem áður hefur verið greint frá. Nadezda fannst látin í rúmi sínu, en grunur leikur á að Guðmundur hafi skotið hana til bana í svefni. Hann fannst aftur á móti látinn í stofu íbúðarinnar, en talið er ljóst að hann hafi svipt sig lífi.

Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Vesturlandi segir aðspurður í samtali við mbl.is að ekkert hafi bent til þess að tilefni væri til að svipta Guðmund byssuleyfunum sem hann hafði. 

Julia Tarasova, dóttir Nadezdu, ræddi við Önnu Marsibil Clausen, blaðamann mbl.is, um móður sína og var viðtalið birt á vefnum og í Morgunblaðinu í dag. Vonast Julia til þess að sagan kunni að bjarga öðrum konum frá sömu örlögum og mættu móður hennar aðfaranótt miðvikudagsins 13. apríl.

Í viðtalinu greinir hún frá því að móðir hennar hafi tvívegis reynt að skilja við Guðmund, í seinna skiptið þremur vikum áður en hann myrti hana.

Frétt mbl.is: „Ég veit ekki hvers vegna hann tók hana frá mér“

Frétt mbl.is: Var skráður fyrir tveimur skotvopnum

Julia Tarasova, dóttir Nadezdu, ræddi við Önnu Marsibil Clausen, blaðamann …
Julia Tarasova, dóttir Nadezdu, ræddi við Önnu Marsibil Clausen, blaðamann mbl.is, um móður sína. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert