Vill laða til samstarfs á nýjum grundvelli

Magnús Orri Schram segir Samfylkinguna þurfa að fara í allsherjar …
Magnús Orri Schram segir Samfylkinguna þurfa að fara í allsherjar endurskoðun á sinni starfsemi.

Magnús Orri Schram, sem býður sig fram sem formann Samfylkingarinnar, segir ekki að það eigi að leggja flokkinn niður heldur athuga hvort hægt sé að byrja upp á nýtt. Grein hans í Fréttablaðinu í morgun hefur vakið athygli.

Fyrri frétt mbl.is: „Við eigum að stofna nýja hreyfingu“

Í greininni segir Magnús að nú sé kom­inn tími á grund­valla­breyt­ingu í flokknum og þróun í takt við tím­ann. „Við eig­um að stofna nýja hreyf­ingu sem stefn­ir sam­an fólki frá miðju til vinstri. Hreyf­ingu sem rúm­ar fjöl­breytt­ar radd­ir og mörg sjón­ar­mið. Ég vil að við stefn­um að því að stofna nýja nú­tíma­lega stjórn­mála­hreyf­ingu,“ skrifaði Magnús í Fréttablaðið.

Í samtali við mbl.is segist Magnús þó ekki hafa meint að leggja ætti flokkinn niður eins og margir hafi haldið.

„En við þurfum að skoða fyrir alvöru hvort við getum stækkað hópinn og byrjað upp á nýtt,“ segir Magnús Orri. „Hugsanir jafnaðarmanna hverfa ekki. Ég er að tala um að laða til samstarfs á nýjum grundvelli við fólk sem er í öðrum flokki eða utan flokka.“

Þá segir hann nafn hreyfingarinnar ekki aðalatriðið heldur fyrir hvað hún stendur.

„Grunnnálgun Samfylkingarinnar á sér mikinn samhljóm með fullt af fólki,“ segir Magnús og nefnir nýja stjórnarskrá, auðlindir í almannahag, öflug heilbrigðiskerfi og þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandið í því samhengi. Segir hann að þessi atriðið eigi að vera lykilverkefni næstu ríkisstjórnar. „Ég vil starfa í fjöldahreyfingu þar sem fólk er sammála um þessi lykilatriði.“

Flestir vita að Samfylkingin hefur tapað miklu fylgi síðustu mánuði og er það tæp 8% samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í morgun. Magnús segir margar skýringar á fylgistapinu en að ekki eiga að velta sér of mikið úr fortíðinni. „Við erum búin að eyða gríðarlegum kröftum í að velta fyrir okkur þessari fortíð og hvað gerðist. Ég vil fara að tala um framtíðina og hver við ætlum að fara.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert