Tíu skiluðu listum í S- og NV-kjördæmum

Bessastaðir.
Bessastaðir. Sigurður Bogi Sævarsson

Tíu frambjóðendur skiluðu inn meðmælalistum í suðurkjördæmi og norðvesturkjördæmi í dag. Í norðausturkjördæmi mun yfirkjörstjórn hittast á fundi á þriðjudaginn næsta og taka við meðmælalistum frambjóðenda. Eins og greint var frá í frétt mbl.is fyrr í dag skiluð níu frambjóðendur inn meðmælalistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.

Karli Gauti Hjaltason, oddviti yfirkjörstjórnar suðurkjördæmis, staðfestir í samtali við mbl.is að tíu hafi skilað inn listum í kjördæminu. Þau tíu sem skiluðu inn gögn­um voru Guðni Th. Jó­hann­es­son, Davíð Odds­son, Andri Snær Magna­son, Halla Tóm­as­dótt­ir, Elísa­bet Jök­uls­dótt­ir, Sturla Jóns­son, Ástþór Magnús­son, Hild­ur Þórðardótt­ir, Guðrún Mar­grét Páls­dótt­ir og Magnús Ingberg Jónsson.

Kristján G. Jóhannsson, oddviti yfirkjörstjórnar í norðvestur kjördæmi, staðfestir að sömu einstaklingar hafi skilað inn meðmælalistum í kjördæminu. Þetta eru sömu einstaklingar og skiluðu inn listum í Reykjavík, ef frá er talið að Magnús Ingberg skilaði ekki inn listum þar.

Bæði Karl og Kristján staðfesta að kjörstjórnirnar muni áfram taka við listum frambjóðenda sé þess óskað, en Kristján tekur fram að frambjóðendur þurfi að hafa í huga að kjörstjórnir þurfi að fá ákveðinn tíma til að fara yfir listana. Gert er ráð fyrir að vottorð verði gefin út ekki seinna en á föstudaginn, en á miðnætti sama dag rennur út frestur til að skila vottorðum kjörstjórnanna til innanríkisráðuneytisins.

Ekki náðist í oddvita yfirkjörstjórnar suðvesturskjördæmis við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert