Húsnæðislausn fyrir ungt fólk

Hallgrímur Óskarsson kynnir Strax í skjól.
Hallgrímur Óskarsson kynnir Strax í skjól.

Strax í skjól er húsnæðislausn fyrir fólk ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur hefur unnið að verkefninu frá áramótum en í lausninni felst að fyrirframgreiddur skyldulífeyrir er notaður sem eigið fé til útborgunar í fyrstu íbúð.

Lausnin var fyrst kynnt fyrir nokkrum dögum en hefur tekið nokkrum breytingum eftir að hagsmunaðilar kynntu sér hana. „Það er búið að kynna hana fyrir ungu fólki, lífeyrissjóðunum og svo alþingismönnum og það hafa allir tekið afar vel í hana. Þetta er vel framkvæmanleg lausn ef hagsmunaaðilar sameinast um að gera hana að veruleika.“

Hallgrímur segir þörfina á lausn fyrir ungt fólk í húsnæðismálum alltaf verða meiri og meiri sérstaklega þar sem húsnæðisverð hafi hækkað mikið, leigumarkaðurinn orðið dýrari sem og samkeppni um leiguna meiri þar sem mikið er um ferðamannaleigu. „Þessar aðstæður eru afar óvinveittar ungu fólki og sú útborgun sem það þarf að eiga til þess að geta keypt sér íbúð er allt í einu orðin svo há að það eru afar fáir sem kljúfa hana.“ 

Ungt fólk kemst strax í eigið húsnæði 

Hann segir lausnina hagstæða fyrir lífeyrissjóði og lántakendur og einungis þurfi að gera litlar breytingar á löggjöfinni svo að unnt sé að hefjast handa. „Það þarf að breyta orðalagi í 36. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða því þar er rammi um ákveðin hámörk sem lífeyrissjóðir mega fjárfesta í húsnæði.“ Þá hafa nokkrir alþingsmenn haft samband við Hallgrím og eru áhugsamir um að keyra lausnina í gegnum þingið fyrir haustið.

Hallgrímur segir ávinning lausnarinnar þann að ungt fólk komist strax í eigið húsnæði, húsnæðið sé skuldlaust við starfslok, fólk hafi sömu ráðstöfunartekjur við starfslok, ríki og sveitarfélög þurfi ekki að gefa eftir skatttekjur og að samfélagsleg ábyrgð lífeyrissjóða aukist í leiðinni.

Lausnin er sambland af þeim leiðum sem reynst hafa best síðustu 50 ár í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og víðar en er svo aðlöguð að því lífeyrissjóðakerfi sem var fyrir á Íslandi. „Þetta er svona hálfevrópsk og hálfíslensk lausn.“ Hallgrímur segir að næst á dagskrá sé að koma lausninni í gegnum Alþingi og vonar að hún geti orðið að veruleika með haustinu. „Þetta mun breyta mjög miklu á leigumarkaði. Það mun vera margt fólk sem fer af leigumarkaði og nær að kaupa sér eignir.“

Lífeyrissjóðirnir útfæra lausnina 

Aðspurður hvort lausnin muni leiða til hækkunar á fasteignaverði segir Hallgrímur að það gæti gerst verði lausnin opin fyrir alla og framkvæmd án umhugsunar. „En í tillögunum kemur fram að auðvelt sé að koma í veg fyrir verðbólgu og hækkun á fasteignaverði með því að byrja á því að bjóða lausnina aðeins til ákveðins hóps sem þarf mest á henni að halda og setja skorður um að hún gildi aðeins fyrir ákveðinn verðflokk af húsnæði.“ Hann segir að síðan sé hægt að taka þetta í skrefum og í rauninni geti hver og einn lífeyrissjóður sniðið lausnina að sínum þörfum. Lífeyrissjóðirnir geta útfært lausnina í smáatriðum eins og hentar hverjum sjóði, útlánagetu, fjölda lántakenda og öðrum þeim atriðum sem skipta sjóðina máli.

„Nú þarf bara góða umræðu um málið og sjá hvort það sé ekki hægt að sameinast um þessa lausn. Því hún kemur frá óháðum aðila sem hefur þann eina vilja að þetta ástand á þessum markaði verði aðeins skárra.“

Frétt mbl.is - Allir eigi skuldlaust húsnæði  

Í lausninni felst að fyrirframgreiddur skyldulífeyrir er notaður sem eigið ...
Í lausninni felst að fyrirframgreiddur skyldulífeyrir er notaður sem eigið fé til útborgunar í fyrstu íbúð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mjög gott skíðafæri í dag

08:49 Opið er í dag á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði frá klukkan 11 til 16. Veður á svæðinu er mjög gott, suðaustan gola, 7 stiga frost og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og því mjög gott til skíðaiðkunar. Tvær æfintýraleiðir eru klára, að kemur fram í tilkynningu. Meira »

Ók á 180 fram úr lögreglubíl

08:42 Þegar lögreglan á Suðurnesjum var við umferðareftirlit á Reykjanesbraut í vikunni var bifreið ekið á miklum hraða fram úr lögreglubifreiðinni. Ökumaður hennar, sem er á þrítugsaldri, kvaðst hafa verið á 180 km hraða þegar hann ók fram úr þeim, en sá ekki að hann var að aka fram úr lögreglubifreið. Meira »

Skjálfti að stærð 3,5 í Bárðarbungu

08:29 Jarðskjálfti að stærð 3,5 varð rétt fyrir klukkan þrjú í nótt um 2,5 kílómetra suðaustur af öskjunni í Bárðarbungu. Samkvæmt náttúruvársérfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni virðist þó enginn órói vera á svæðinu og engir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Virðist því hafa verið um stakan atburð. Meira »

Heiðraðar fyrir 25 ára starf

08:18 Í vikunni var starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sem starfað hefur þar í 25 ár venju samkvæmt veitt viðurkenning. Meira »

Jólapökkum fjölgar um 30% á milli ára

07:57 Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum, segir það ganga vel að koma jólapökkum og jólakortum á sína staði fyrir hátíðarnar. Meira »

Milt veður næstu daga

07:37 Hlýtt verður í veðri en stormasamt á köflum næstu daga og alveg fram til jóla, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.   Meira »

Handekinn fyrir húsbrot og líkamsárás

07:20 Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi var karlmaður handtekinn í Grafarvogi grunaður um húsbrot, heimilisofbeldi, líkamsárás, eignaspjöll, akstur undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Meira »

Með læknadóp á bar í Breiðholti

07:27 Um klukkan hálf eitt í nótt voru höfð afskipti af manni á bar í Breiðholti sem er grunaður um brot á lyfjalögum. Þegar lögreglumenn nálguðust manninn reyndi hann að henda frá sér poka sem innihélt lyfseðilsskyld lyf. Lögregla hefur áður haft afskipti af manninum vegna gruns um fíkniefnasölu. Meira »

Reynt til þrautar að ná saman

05:30 „Ég get nú ekki sagt að þetta sé farið að mjakast í rétta átt. Menn eru að kasta á milli sín hugmyndum. Það er alla vega verið að tala saman svo við skulum ekki alveg gefa þetta upp á bátinn.“ Meira »

Aukin útgjöld valda áhyggjum

05:30 Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir ASÍ hafa áhyggjur af tekjugrunni ríkisfjármálanna í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar. Meira »

Vísar kæru á Loga frá

05:30 Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur vísað frá kæru sem barst í haust og sneri að því að Logi Már Einarsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið dóttur sína á unglingsaldri með sér í kjörklefann á kjörstað á Akureyri þegar kosið var til Alþingis 27. október. Meira »

Fimm hótelíbúðir á 500 milljónir

05:30 Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna. Eigandi íbúðanna keypti hús á lóðinni árið 2005 fyrir 48 milljónir og byggði stærra hús á grunni þess gamla. Meira »

VSK á fjölmiðla lækki einnig

05:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist þess fullviss að strax á næsta ári muni virðisaukaskattur á bækur lækka. Meira »

Atvinnuþátttaka minnkar

05:30 Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur minni atvinnuþátttöku benda til að atvinnuleysi hafi náð lágmarki. Atvinnuleysi hafi aukist meðal erlendra ríkisborgara og mikill aðflutningur erlends vinnuafls náð hámarki. Meira »

Andlát: Leó Eiríkur Löve

05:30 Leó Eiríkur Löve hæstaréttarlögmaður lést 10. desember sl., 69 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 25. mars 1948, sonur Guðmundar Löve, kennara og síðar skrifstofumanns hjá SÍBS, og Rannveigar Ingveldar Eiríksdóttur, kennara við Melaskóla og síðar kennsluráðgjafa í Reykjanesumdæmi. Meira »

Velferðarmálin eru í brennidepli

05:30 Komið var fram á níunda tímann í gærkvöldi þegar fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Meira »

Ekkert samráð haft við íbúana

05:30 Einar Páll Svavarsson, íbúi í Mánatúni í Reykjavík, segir borgaryfirvöld ekki hafa tekið neitt tillit til gagnrýni íbúa í hverfinu á byggingu allt að 64 íbúða á lóðinni Borgartúni 24. Breyting á deiliskipulagi var auglýst í sumar. Skipulagssvæðið afmarkast af Samtúni, Borgartúni og Nóatúni. Meira »

Andlát: Arnbjörn Kristinsson

05:30 Arnbjörn Kristinsson, stofnandi og fv. forstjóri bókaútgáfunnar Setbergs, lést aðfaranótt miðvikudagsins 13. desember sl. á Vífilsstöðum, 92 ára að aldri. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...