Auðveldara að bera skotvopn

Samtök byssueigenda hafa í mörg ár barist fyrir því að …
Samtök byssueigenda hafa í mörg ár barist fyrir því að breyting verði gerð á lögunum. AFP

Alríkisdómari hefur úrskurðað að fólk sem óskar eftir því að bera skotvopn innanklæða í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, þarf ekki lengur að sýna fram á góða og gilda ástæðu til þess.

Dómarinn úrskurðaði að það brjóti líklega í bága við stjórnarskrána að þurfa að sýna fram á góða og gilda ástæðu fyrir því að mega bera skotvopn innanklæða.

Dómurinn er sigur fyrir þá sem berjast fyrir réttindum byssueigenda í Bandaríkjunum og vilja að reglur um byssueign í nafni sjálfsvarnar verði rýmri.

Lög til að geyma byssur innanklæða hafa verið einna ströngust í Washington af öðrum stöðum í Bandaríkjunum og hafa byssueigendur þurft að réttlæta þörf sína til að ganga með byssu á almannafæri.

Samtök byssueigenda hafa í mörg ár barist fyrir því að breyting verði gerð á lögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert