Aðalmeðferð í Aurum-málinu 19. október

Frá dómuppkvaðningu í Aurum-málinu í árið 2014.
Frá dómuppkvaðningu í Aurum-málinu í árið 2014. mbl.is/Þórður

Aðalmeðferð í Aurum-holding málinu mun hefjast 19. október næstkomandi og standa í 7-8 daga. Þetta var ákveðið í fyrirtöku málsins í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur, en Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari og saksóknari málsins staðfestir dagsetninguna við mbl.is

Málið er nú end­ur­flutt, en áður hafði Hæstirétt­ur ógilt niður­stöðu máls­ins vegna ummæla sérfróðs meðdómara á opinberum vettvangi, en ummælin þóttu benda til að hann hefði ekki verið óhlutdrægur í garð saksóknara fyrir uppkvaðningu dómsins. Meðdómandinn er bróðir Ólafs Ólafssonar fjárfestis sem var dæmdur í Al-thani málinu. 

Nokkuð hefur verið deilt í aðdraganda þessa máls, en fyrr í mánuðinum staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms sem sem hafnaði beiðni þriggja af fjór­um ákærðu í mál­inu þess efn­is að fá nýja mats­menn til að meta verðmæti fé­lags­ins Aur­um-hold­ing. 

Sak­sókn­ari máls­ins hafði áður óskað eft­ir því að möt und­ir- og yf­ir­mats­manna frá fyrri aðalmeðferð yrðu lögð fyr­ir í mál­inu. Héraðsdóm­ur hafnaði því en Hæstirétt­ur snéri því við.

Í ljósi þeirr­ar niður­stöðu óskuðu verj­end­ur í mál­inu eft­ir því að nýtt mat yrði gert sem heyrði und­ir þetta mál beint. Sögðu þeir að ný gögn hefðu komið fram í mál­inu síðan fyrra matið var gert.

Möt sem þessi gætu skipt tals­verðu máli fyr­ir niður­stöðu máls­ins enda er verðmæti fé­lags­ins Aur­um-hold­ing eitt af lyk­il­atriðum þess.

Í mál­inu eru ákærðir þeir Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, Jón Ásgeir Jó­hann­es­son, einn aðal­eig­andi bank­ans, Magnús Arn­ar Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs, og Bjarni Jó­hann­es­son, fyrr­ver­andi viðskipta­stjóri. Þeim er gefið að sök umboðssvik eða hlut­deilt í umboðssvik­um vegna sex millj­arða króna lán­veit­ing­ar Glitn­is banka til fé­lags­ins FS38 í júlí 2008.

Aur­um Hold­ing-málið hef­ur verið lengi til meðferðar í dóms­kerf­inu, en upp­haf­lega var ákært í mál­inu í des­em­ber 2012 og það þing­fest í janú­ar 2013. Aðalmeðferð máls­ins fór svo fram á fyrri hluta árs­ins 2014. Voru all­ir sak­born­ing­ar í mál­inu sýknaðir, en Hæstirétt­ur ógilti svo dóm­inn vegna ummæla meðdómara eins og áður segir. Þá var sett­um dóm­ara máls­ins, Guðjóni St. Marteins­syni gert að víkja til að gæta óhlut­drægni í mál­inu. Síðan þá hef­ur tals­vert verið tek­ist á um dóm­ara máls­ins sem og mats­skýrsl­ur. Málið hef­ur því verið fyr­ir dóm­stól­um núna í rúm­lega 3 ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert