Ákærður fyrir tilraun til manndráps

Árásin átti sér stað aðfararnótt 6. mars sl.
Árásin átti sér stað aðfararnótt 6. mars sl. mbl.is/Styrmir Kári

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir tilraun til manndráps með því að hafa aðfararnótt 6. mars sl. stungið annan karlmann, sem einnig er á þrítugsaldri, með hnífi í bakið utandyra við Stúdentagarða við Sæmundargötu í Reykjavík.

Fram kemur í ákærunni, að hnífurinn hafi farið hliðlægt í lifrina og orsakaði hún slagæðablæðingu þar auk þess sem maðurinn fékk svokallað loftbrjóst. 

Maðurinn sem varð fyrir árásinni krefst þess svo að árásarmaðurinn, sem dvelur nú í fangelsinu á Litla-Hrauni verði dæmdur til að greiða honum 4,3 milljónir kr. í miskabætur. Einnig er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða málskostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert