Vill stofna framtíðarnefnd Alþingis

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, kallaði eftir því á Alþingi í dag að sett yrði á laggirnar sérstök framtíðarnefnd fyrir þingið. Sagðist hún telja að Alþingið gæti verið vettvangur þar sem þingmenn gætu komið saman og hugað að framtíðarstefnumálum landsins.

Benti hún á að ef ekki hefði verið haft að leiðarljósi framtíðarsýn fyrir 40 árum þá hefðu engin jafnréttislög verið sett í fyrsta sinn. Kallaði hún eftir stuðningi annarra þingmanna við þá hugmynd að sett yrði á laggirnar slík frantíðarnefnd. 

Lögð yrði áhersla á langtímastefnu í stað þess að hugsa alltaf aðeins um næsta ár. Horfa þyrfti til sögunnar, horfa inn í framtíðina og stefna þangað saman. Þingið, fulltrúar landsmanna, gætu þannig komið saman og mótað og skapað framtíðarstefnu landsins.

Við verðum að hafa hugrekki til þess að taka stór skref, við verðum að hafa hugrekki til þess að geta horft inn í framtíðina og stefnt þangað saman. Þingið er besti vettvangurinn til þess. Þat getum við, þingmenn sem erum fulltrúar fyrir alla landsmenn, komið saman að því að móta og skapa framtíðina,“ sagði Birgitta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert