Teiknimyndasaga gegn búvörusamningum

Viðskiptaráð Íslands hefur farið nokkuð óhefðbundna leið til að koma afstöðu sinni til nýrra búvörusamninga á framfæri. Ráðið hefur birt myndasögu á heimasíðu sinni þar sem settar eru fram staðreyndir um samningana og þingmenn hvattir til að hafna þeim.

Í textanum segir m.a. að skattgreiðendur beri mikinn kostnað og alla áhættu vegna búvörusamningana. Úrvalið verði minna og verð hærra. Bændur verði „áfram fastir í fjötrum miðstýringar, óhagkævmni og lakra lífskjara.“

Teiknimyndasagan á heimasíðu Viðskiptaráðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert