Birtir gögn um seinni einkavæðingu

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar.
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, ætlar fyrir mánaðamót að birta gögn um seinni einkavæðingu bankanna til kröfuhafa á síðasta kjörtímabili.

Í þættinum Vikulokin á Rás 1 sagði hún að upphæðirnar sem kröfuhafar fengu þegar sparisjóðakerfið var endurreist blikni í samanburði við upphæðirnar sem þarna er um að ræða.

 „Það eru vonandi ekki margir dagar þar til ég get allt á borðið varðandi einkavæðingu bankanna seinni þar sem kröfuhöfum voru afhentir bankarnir á einni nóttu með miklum heimanmundi frá ríkissjóði. Ég er búin að vinna í þessu mjög lengi. Það er ekki ennþá búið að létta leyndinni af skjölunum sem eru á nefndasviði Alþingis en ég hef unnið með þau og fengið til þess hjálp góðra manna og þetta er allt að opnast,“ sagði Vigdís.

Hún vill ekki birta beinar upplýsingar úr gögnunum því hún vill virða trúnað sem er í gildi vegna þeirra.

„Ég stend við þann trúnað sem er yfir þeim gögnum en upp úr þeim hef ég leitað svara hjá Ríkisendurskoðun og Seðlabankanum og ég er búin að fá svör þaðan sem stemma við það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert