Gagnrýnir samráðsleysi

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Styrmir Kári

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd, stóð ein að minnihlutaáliti og ætlar að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, er áheyrnafulltrúi í nefndinni. Studdi hún minnihlutaálitið og hyggst einnig sitja hjá við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á þingi.

Í minnihlutaálitinu gagnrýnir Katrín samráðsleysi ríkisstjórnarinnar allt kjörtímabilið vegna vinnu við afnám hafta. Vakti hún athygli á því að frumvarpinu væri ekki ætlað að létta höftum af íslenskum almenningi, lífeyrissjóðum eða fyrirtækjum heldur aðeins eigendum aflandskróna.

Þá benti Katrín á að engar upplýsingar lægju fyrir um hverjir eigendur aflandskrónueigna væru, en slík gagnrýni hefur jafnframt komið fram í máli Birgittu í ræðustól í kvöld, sem og hjá Össuri Skarphéðinssyni. 

Frétt mbl.is: Eignirnar skipta máli, ekki eigendur

Í minnihlutaálitinu tekur Katrín þó undir ýmis sjónarmið í meirihlutaálitinu en telur það vera vonbrigði hversu hægt hafi miðað í að ná aðalmarkmiðinu, sem sé afnám hafta á almenning, fyrirtæki og lífeyrissjóði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert