Björn Þorláksson vill á þing fyrir Pírata

Björn Þorláksson býður sig fram á þing fyrir Pírata.
Björn Þorláksson býður sig fram á þing fyrir Pírata. Sigurður Bogi Sævarsson

Fjölmiðlamaðurinn Björn Þorláksson hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að bjóða sig fram til Alþingis fyrir Pírata í Norðausturkjördæmi.

„Hinn almenni Íslendingur á sér fáar raddir, jafnt í fjölmiðlum sem og við framkvæmd stjórnmála. Allt of fáir gæta hagsmuna almennings frá degi til dags. Mig langar að slást í nýjan hóp, mig langar að kanna hvort vinnubrögðin og hugsunin sem ég hef tamið mér við skriftir og störf kunni að nýtast við stjórn samfélagsins okkar, leita tækifæra til að svara spurningum í stað þess að láta duga að spyrja þeirra,“ segir Björn, sem nú síðast hefur starfað við dagskrárgerð á fjölmiðlinum Hringbraut. Kveðst hann alla tíð hafa litið á sig sem þjón almennings í blaðamennskunni og sú hugsun muni fylgja sér áfram.

„Stóra kosningaloforðið er að berjast gegn spillingu. Með spillingu á ég einkum við andverðleikaklíkuböndin, misnotkun almannafjár, afslætti á opinberum gjöldum og fáheyrðan hroka og afneitun ráðamanna sem neita að axla ábyrgð, neita að víkja til hliðar þrátt fyrir augljós brot sem gera traust almennings að engu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert