Gerði jafnréttismál að umtalsefni

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ávarpar þing WHO.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ávarpar þing WHO. Ljósmynd/Velferðarráðuneytið

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ávarpaði í morgun 69. þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) en fram kemur í fréttatilkynningu frá velferðarráðuneytinu að ráðherra hafi í ræðu sinni fjallað um ýmsar áskoranir í heilbrigðismálum í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun til ársins 2030.

„Kristján Þór fjallaði um það í ávarpi sínu hvernig markmið SÞ um sjálfbæra þróun á öllum sviðum tengjast, hafa áhrif hvert á annað og verði því ekki aðskilin. Þetta geri kröfu um aukna samvinnu, þvert á málefnasvið og ríka samþættingu á sviði stjórnsýslu og stefnumótunar,“ segir enn fremur. Ráðherrann hafi einnig gert jafnrétti kynjanna að umtalsefni og nauðsyn þess að virkja karla í auknum mæli í umræðum um jafnréttismál.

„Það hefði einmitt verið markmið Barbershop-ráðstefnunnar sem Ísland og Súrínam héldu saman á vettvangi SÞ í New York. Hann ræddi einnig um stefnu þjóða í baráttunni gegn fíkniefnavandanum og enn fremur um nauðsyn þess að draga úr ójöfnuði, jafnt innan samfélaga og á milli þjóða.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert