Umferðarslys á Suðurlandsvegi

Þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann í Fossvogi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Umferðarslys varð á Suðurlandsvegi skammt frá Hellu á öðrum tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er búið að loka veginum á meðan lögregla og sjúkralið athafna sig. 

Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem sendi þyrlu á vettvang, en útkallið barst fyrir um 50 mínútum síðan.

Uppfært 14:26: Þyrla Gæslunnar var að lenda við Landspítalann í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum mbl.is var einn sjúklingur fluttur með henni.

Uppfært 14:33: Þrír voru í bifreið sem valt skammt frá söluskálanum við Landvegamót á Hellu að sögn Böðvars Bjarnasonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Rangárvallasýslu. Ökumaðurinn var fluttur alvarlega slasaður á Landspítalann með þyrlunni en hinir tveir, sem voru farþegar, eru minna slasaðir og voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahús.

Uppfært 14:55: Suðurlandsvegur er enn lokaður skammt frá Landvegamótum vegna slyssins samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Umferð verður á meðan beint um hjáleið sem liggur inn á Landveg.

Fréttin verður uppfærð.

Þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann í Fossvogi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert