Dominos hækkar verð í megaviku

Megavikur Dominos eru með vinsælli matsöluviðburðum hér á landi.
Megavikur Dominos eru með vinsælli matsöluviðburðum hér á landi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Pítsustaðurinn Dominos hækkaði í þessari viku verð á pítsum í svokallaðri megaviku fyrirtækisins um hundrað krónur. Fór verðið úr 1.390 krónum upp í 1.490 krónur, en um er að ræða 7,2% hækkun.

Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Dominos, segir þetta hafa verið óhjákvæmilega verðhækkun og að verð í megaviku hafi verið það sama síðan árið 2010 þegar það fór upp í 1.390 krónur. Hún segir fyrirtækið þó reyna að halda verðhækkuninni í lágmarki og að aðeins sé hækkað verð á stórum pítsum á matseðli en ekki pönnupítsum eða meðlæti.

Megavikan hefur verið á dagskrá hjá Dominos um langt skeið en spurð segir Anna að það nái væntanlega alveg til upphafs staðarins hér á landi. Í dag er horft til þess að vera með um fjórar slíkar vikur á ári, en síðasta megavika var í nóvember á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert