Ekkert bann við því að ræða við fjölmiðla

Skjáskot/Stundin

Ekkert bann er við því að hælisleitendur tali við fjölmiðla, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun, en tilefnið er fyrirsögn Stundarinnar: Banna hælisleitendum að tala við fjölmiðla til að „vernda friðhelgi einkalífs þeirra“.

„Ekkert bann er við því að hælisleitendur tali við fjölmiðla. Með það að leiðarljósi að tryggja friðhelgi heimilis og einkalífs hælisleitenda, og koma í veg fyrir óþarfa rask í tilveru einstaklinga sem oft á tíðum eru í viðkvæmri stöðu, hefur Útlendingastofnun hins vegar ekki heimilað gestakomur á heimilum þar sem hælisleitendur dvelja í sameiginlegu húsnæði á vegum stofnunarinnar. Þetta gildir jafnt um fjölmiðla og aðra eins og nánar var farið yfir í tilkynningu sem birtist á vef Útlendingastofnunar og var send fjölmiðlum síðastliðinn mánudag,“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert