Færri kolvetni draga úr sykursýki

Kolvetnaríkur matur, eins og kartöflur og brauð, er ekki æskilegur …
Kolvetnaríkur matur, eins og kartöflur og brauð, er ekki æskilegur í miklu magni fyrir þá sem eru með sykursýki 2. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hægt er að hindra framgang sykursýki 2 með því að minnka neyslu kolvetnaríks matar og auka neyslu á fituríkum mat.

Kjartan Hrafn Loftsson læknir í Grafarvogi, skoðaði í sérnámi sínu í heimilislækningum í Svíþjóð, hver áhrif mataræði hefði á nýgreinda sjúklinga með sykursýki 2.

„Ég var með nokkra sjúklinga sem fóru á mataræði þar sem dregið var mjög úr kolvetnisinntöku og fitan aukin. Ég fylgdi þeim eftir og skoðaði reglulega hvort blóðsykurinn lækkaði og hvað gerðist sérstaklega með blóðfituna, þ.e. hvort hún myndi hækka. Það kom í ljós að slæmu blóðfiturnar (þríglýseríðar) lækkuðu um helming hjá þessum sjúklingum og góða kólesterólið hækkaði um helming. Ég bjóst jafnvel við að niðurstöðurnar yrðu gagnstæðar en það kom mér svolítið á óvart að þessar mataræðisbreytingar lækkuðu stuðulinn,“ segir Kjartan í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert