Framhaldsskólar í vanda fá aukið fé

mbl.is/Ernir

Sjö framhaldsskólar sem átt hafa í greiðsluerfiðleikum hafa fengið greidd framlög sem ætlað er að mæta vandanum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Þar segir að framlögin taki mið af rekstraráætlun skólanna og séu greidd út þrátt fyrir uppsafnaða skuld við ríkissjóð. Framlögin nema alls tæpum 100 milljónum króna.

Skólarnir sjö eru Menntaskólinn á Akureyri, Kvennaskólinn í Reykjavík, Flensborgarskóli, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Fjölbrautaskóli Snæfellinga en samanlagður rekstrarhalli þessara skóla nam 257 milljónum króna um síðustu áramót samkvæmt tilkynningunni.

„Fjármála- og efnahagsráðuneytið áréttar að engin mistök hafa verið gerð hjá Fjársýslu ríkisins vegna greiðslna á rekstrarfé til framhaldsskólanna. Fjársýslan þarf sérstaka heimild fjármála- og efnahagsráðuneytis til að greiða rekstrarfé umfram heimildir hvers tímabils og er fátítt að slíkar heimildir séu gefnar,“ segir enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert