Tilraunaveiðiferð þriggja uppsjávarskipa á Reykjaneshrygginn skilaði ekki árangri

Huginn VE 55. Þrjú stór uppsjávarveiðiskip frá Eyjum fóru í …
Huginn VE 55. Þrjú stór uppsjávarveiðiskip frá Eyjum fóru í langan tilraunaleiðangur.

Uppsjávarveiðiskipin Heimaey VE, Huginn VE og Ísleifur VE, sem fóru til tilraunaveiða á miðsjávartegundum á og við Reykjaneshrygginn á fimmtudag í síðustu viku, komu aftur til Vestmannaeyja í gær.

Tekin voru fáein prufuhöl en ekkert fiskaðist og kom það bæði sjómönnunum og fiskifræðingum á óvart, að sögn Páls Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Hugins VE.

Leiðangurinn var farinn í samráði við Hafrannsóknastofnun til að leita að miðsjávartegundum sem halda sig á 200-700 metra dýpi. Skipin sigldu allt að 470 sjómílur (870 km) út frá Reykjanesi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert