18 ára ók á gangavegg

Vestfjarðagöng.
Vestfjarðagöng. mbl.is/ Sigurður Bogi

Piltur á átjánda aldursári ók utan í gangavegginn í Vestfjarðagöngum milli Flateyrar og Ísafjarðar í kvöld. Hann var einn í bílnum.

Pilturinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða til aðhlynningar en hlaut að sögn lögreglu aðeins lítilsháttar meiðsl á höfði.

Hreinsa þurfti upp olíu í göngunum og draga bílinn af vettvangi, en hann mun mikið skemmdur. Urðu því einhverjar tafir á umferð vegna aðgerðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert