Ekki bara ungir tölvunördar

Frá aðalfundi Pírata 2015.
Frá aðalfundi Pírata 2015. mbl.is/Þórður

„Píratar eru ekki bara ungir tölvunördar, já eða gamlir tölvunördar. Píratar eru alls konar fólk eins og þú og ég.“

Svo segir í boði til stofnfundar félagsins Píratar 60+. Fundurinn fer fram laugardaginn 28. maí kl. 13:00 á Tortuga, Fiskislóð 31, og er gengið inn sjávarmegin. 

Í fundarboðinu kemur fram að tilgangur félagsins verði að starfa sem málefnahópur innan Pírata þegar kemur að málefnum fólks 60 ára og eldra, að starfa á vettvangi og halda samvinnu við áþekk félög innan annarra flokka og félagasamtaka. Þá muni félagið standa fyrir umræðu- og fræðslufundum og hvers konar mannfögnuðum eftir því sem tilefni gefist til, til að kynna stefnumál Pírata með jafningjafræðslu að leiðarljósi. 

Dagskrá stofnfundar er:
Kosning  fundarstjóra og fundarritara
Kosning talningar- og umsjónarmanna kosninga á stofnfundi
Umræða um lög
Kosning um lög
Óskað eftir frambjóðendum til formanns og varaformanns
Frambjóðendur kynna sig
Kosning formanns og varaformanns
Kosning eða tilnefning fjögurra fulltrúa frá hverju kjördæmi í stjórn, tveir aðalmenn og tveir til vara samkvæmt  lögum félagsins
Kosning eða val í önnur embætti samkvæmt lögum þessum
Kosning skoðunarmanna reikninga
Önnur mál
Fundi slitið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert