Loka æðagúl með þræðingu

Vilhjálmur Vilmarsson röntgenlæknir flutti heim fyrir tæpu ári til að …
Vilhjálmur Vilmarsson röntgenlæknir flutti heim fyrir tæpu ári til að taka að sér þessar aðgerðir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Læknir á Landspítalanum er byrjaður að gera aðgerðir á æðagúlum í heila með æðaþræðingartæki.

Fyrstu aðgerðirnar voru gerðar í síðustu viku, alls fjórar, og gengu allar vel, samkvæmt upplýsingum læknisins, Vilhjálms Vilmarssonar.

„Þessi nýja aðferð hefur að miklu leyti komið í stað opinnar aðgerðar þar sem höfuðkúpan er opnuð og sett klemma á æðagúlinn,“ segir Vilhjálmur í umfjöllun um skurðaðgerðir þessar í Morgunblaðinu í dag. Þrætt er í gegn um náraslagæð og í gegnum æðakerfið alveg upp í höfuð. Leggirnir fara inn í æðagúlinn og loka honum með spírölum úr platínu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert