Meiri bjartsýni á árið í sveitarfélögum

Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sveitarfélög hafa að undanförnu verið að afgreiða ársreikninga fyrir seinasta ár og er ljóst að reksturinn var mörgum þungur.

Mun meiri bjartsýni er hins vegar á árið í ár heldur en gert var ráð fyrir í útkomuspám sveitarfélaga í fyrra, skv. upplýsingum Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga.

„Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga eru gegnumgangandi mun bjartsýnni fyrir árið 2016 og er reiknað með töluverðri tekjuaukningu í flestum tilvikum,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag. Útlit er fyrir að skatttekjur sveitarsjóða aukist umtalsvert á þessu ári af hærri launum sem samið var um í kjarasamningum en kostnaður þeirra jókst mikið á seinasta ári þegar gengið var frá samningum við starfsmenn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert