Sækir vélarvana bát

Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson sótti bátinn. Myndin er úr safni.
Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson sótti bátinn. Myndin er úr safni. ljósmynd/Jón Sigurðarson

Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði er nú á leið að sækja vélarvana bát sem staddur er skammt austur af Bjarnarey. Ekki er talin mikil hætta á ferðum fyrir skipverjann um borð en bátinn rekur frá landi.

Björgunarskipið lét úr höfn um klukkan 14:30 og er gert ráð fyrir að siglingin á staðinn taki um klukkustund. Vélarvana báturinn verður dreginn til hafnar í Vopnafirði, að því er segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert