Stormur á Vestfjörðum

Spáð er hvassviðri og jafnvel stormi sem nær einkum yfir …
Spáð er hvassviðri og jafnvel stormi sem nær einkum yfir Vestfirði, Strandir og vestanvert Norðurland. mbl.is/RAX / Ragnar Axelsson

Spáð er hvassviðri og jafnvel stormi  af suðvestri fram eftir morgni sem nær einkum yfir Vestfirði, Strandir og vestanvert Norðurland. Lægir smám saman eftir hádegi.

Fram eftir degi má búast við byljóttum vindi og staðbundnum hviðum, svo sem í Ísafjarðardjúpi, norður við Djúpuvík og Árnes. Eins má búast við vindi og hviðum á Siglufjarðarvegi í Fljótum og á þjóðveginum í Kræklingahlíð utan við Akureyri, samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar.

Aðalleiðir eru greiðfærar um allt land en vegslóðar á hálendinu eru afar viðkvæmir meðan frost er að fara úr jörð. Í verndarskyni er akstursbann á mörgum hálendisvegum. Þeir sem hafa hug á að aka inn á hálendi eru beðnir um að kynna sér vel hvort heimilt er að aka þangað eða ekki.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert