Tekist á um eignarhald í Reiknistofunni

Átök hafa risið í kjölfar kaupa Mentis, félags Gísla Heimissonar, á 7,2% hlut Kviku banka og nokkurra smærri hluthafa í Reiknistofu bankanna (RB).

Á grundvelli forkaupsréttarákvæða í samþykktum RB ákvað Sparisjóður Höfðhverfinga að neyta forkaupsréttar og er nú ágreiningur um hvort farið hafi verið fram á forkaupsréttinn innan tilskilins frests.

Jóhann Ingólfsson, formaður stjórnar sparisjóðsins, segir það ekki standa til að sjóðurinn eignist hlutinn, enda leyfi eigið fé hans það ekki. Að baki sé samkomulag við utanaðkomandi aðila um kaup hans í beinu framhaldi. Jóhann vill ekki upplýsa hver sá aðili sé. Heimildir Morgunblaðsins herma að Síminn hafi sýnt hlutum í RB áhuga, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert