Vitum ekki hvert við verðum send

Nígeríumaðurinn Stephen Ajemiare og kona hans Salome Esteves frá Miðbaugs-Gíneu voru mætt fyrir utan Útlendingastofnun í morgun til að mótmæla úrskurði um að synja þeim um dvalarleyfi og hæli sem þýðir að þau þurfa að yfirgefa landið fljótlega. Þau vita ekki hvert eða hvenær þau verða send úr landi.

Stephen fór í hungurverkfall í síðustu viku sem varði í sex daga en er nú byrjaður að borða að nýju og reynir að fá yfirvöld til að endurskoða úrskurðinn. Rúm tvö ár eru liðin frá því að Stephen sótti fyrst um hæli vegna mannúðarsjónarmiða en Salome er með sykursýki. Þau eiga tvö börn, Önnu sem er eins árs og Baryan sem er þriggja ára gamall.

Sjá frétt mbl.is: „Fjöl­skyld­an mín vill mig feiga“ en Salome kem­ur úr múslimafjöl­skyldu í Miðbaugs-Gín­eu sem samþykk­ir ekki ástar­sam­band henn­ar við krist­inn mann og segir að hún eigi ekki afturkvæmt til heimalandsins vegna þessa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert